Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 234
:220
Ritfregnir.
[Skírnir
Sannarlega er það því öllum góðum íslendingum mesta gleði-
efni, að þessi bók er til orðin, sem; hér var nefnd í fyrirsögninni og
nú veröur umtalsefnið. Bókin er risavaxið stórvirki, sem skapa mun
liöfundi sínum dr. Sigfúsi Blöndal æfinlegan lieiður um ókomnar
aldir. Hann réðst þarna, fyrir rúmum 20 árum, í stón-irki, sem alls
eigi er árennilegt að byrja á. Að vísu hafði hann, í upphafi, hugsað
sér þetta verk sitt í langt um smærra stíl, heldur en reyndin varð
síðar. Við framkvæmd verksins varð bókin smámsaman undir hönd-
um hans og samverkamannanna, þetta risaverk, sem raun er á orðin.
Til vóru áður orðabækur þeiri-a Svb. Egilssonar, Jóh. Fritzners,
Eiríks Jónssonar og Guðbr. Vigfússonar yfir fornmálið og eldra
mi'ðmálið fram undir 1400 e. Ivr. Nokkuð margt af þeim orðum sem
þar finnast standa vitanlega eigi í þessari nýju orðabók. pess er
heldur engin von, því að höf. lét sér mest umhugað, að bókin bætti
þar úr sem þörfin var mest, og því er hún aðallega orðabók nýmáls-
ins og þar með ofurlítið yngra miðmálsins íslenzka. En þrátt fyrir
þetta liefir bók þessi inni að halda mestallan orðaforða fornmálsins
fram að 1300. Margt af því er enn með óbreyttri merkingu, en aft-
ur eru sum orð til, þar sem merkingin er breytt. Svo er enn mesti
fjöldi orða þar sem merkingum hefir fjölgað, og nokkur þar sem
þeim hefir fækkað. Af inum mikla orðafjölda úr nýmálinu, er mesti
sægur af orðum, bæði úr ritmáli og talmáli, sem auðsælega eru fom-
orð, þótt þau (af liendingu) hafi aldrei í fornbrekur komizt, og svo
er líka mikill fjöldi orða, sem vel gæti fornorð verið, þót-t eigi sé
það alvíst, heldur geti vel verið frá miðöldinni eða þá enn síðari
tímum og þá skapast einhverntíma eftir ár 1600. En svo kemur allur
þessi aragrúi af reglulegum nýmálsorðum, bæði úr bókum og' héraða-
máli, sem í sambandi við allt liitt, gerir það að verkum, að þessi
orðabók er svo margfalt orðauðgari heldur en nokkur af þeim orða-
bókum í fornmálinu, sem áður vóru nefndar. petta gildir engu síð-
ur þótt in góða orðabók Björns Iínlldórssonar væri lögð við orða-
forða hinna bókanna; hún er að vísu nokkuð stutt, en tekur bæði
yfir fornmál og nýmál. pað er miðaldarmálið eitt, sem ennþá er að
miklu leyti útundan. Ur því ætti nú stóra ísl. orðabókin, (sem eg
-er settur til að safna í), að geta bætt, þegar loksins að því kemur,
að í útgáfu slíks stórvirkis verði ráðizt með fullum krafti og ali
vöru. par eiga Islendingar, um síðir, að fá orðabók í móðurtungu
sinni, handa sjálfum sér, sem nær yfir allt málið að fornu og nýju
og veitir íslenzka útskýringu á orðunum. Af eldri orðabókum er það
helzt Supplement Jóns porkelssonar, sem nær vfir allt málið (forn-
öld, miðöld og nýöld). En þótt inum sérstaka orðaforða þess rits væri
bætt við orðalióp hinna bókanna (þegar allt það sameiginlega hefði
verið sett í eitt), þá myndi það trauðla duga til að verða jafnmikið,
-sem það, er þessi nýja orðabök hefir í sér.