Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 144
130
Um rannsóknir á Herjólfsnesi.
[Skirnir
sjálflr söguna um afdrif siðustu Grænlendinganna. Próf.
Finnur Jónsson hefur sett hann (á bls. 45—47) í bók sina
(og drs. Helga Pjeturss.) um Grænland (Kb. 1899) og skal
hjer að eins visað á hana þar. Hanu álítur að sagan
hafl gerst »um 1500 eða ekki all-löngu þar á eftir«, og er
það mjög líklegt, eftir því sem nú er fram komið.
En íslendingar kunnu einnig aðra sögu um einn af
siðustu Græniendingunum. Hvort sem hún er sönn eða
ekki, þá getur hún vel staðið heima og er mjög einkenn-
andi. Björn Jónsson á Skarðsá hefur ritað hana (1625) í
Grænlands-annál sinn, en eftir þvf, sem hann segir, virð-
ist sagan hafa gerst um 1540. Hún er svona: »Nú í
manna minnum vottaði það Jón Grænlendingur, er lengí
var með þýðskum kaupmönnum af Hamborg, að eitt sinn
er þá dreif til Grænlands, keyrði skipið undir hamra og
há björg, svo þeir þenktu að steyta mundi. En þar opn-
aði sig ein gjá í gegnum; sem þeir komu þar inn, var
flóinn svo viður og breiður, að þeir sáu með engu móti,
hvar endinn mundi á vera, ok stóðu þar um þann flóa
eður fjörð allmargar eyjar. Þar náði enginn stormur inn
eður vogsjóar. Þeir kö3tuðu þar akkerum við eina litla
útey óbygða, en forðuðust þær sem bygðar voru; sáu þó,
að bygt var landið og svo margt af eyjunum. Þeir skutu
báti og gengu upp á þá litlu ey, sem þeir lágu við.
Þar voru naust manna og verbúðir nokkrar og margir
grjóthjallar, eins líka sem hjer á landi. Þar fundu þeir
einn dauðan mann, er lá á grúfu; hann hafði hettu á
höfði, vel saumaða, en klæði bæði af vaðmáli og selskinni.
Hjá lionum lá tálguhnifur, boginn og mjög forbrýndur
og eyddur; þann hnif höfðu þeir með sjer til sýnis. Þessi
Jón var kallaður af þvi Grænlendingur, að hann dreifst
þrisvar sinnum til Grænlands með siglingamönnum og
sagði frá mörgu þaðan.«
Þannig leið þessi litla frændþjóð vor undir lok. Nú
finnum vjer að eins vallgrónar bæjartóftir þeirra, kirkju-
rústir og það sem er hvað mest einkennandi og um leið
átakanlegast: Legsteina þeirra og leiði.