Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 48
40 Þrótm auðmagnsins. [Skirnir
málin og beina þróuninni á réttar leiðir, þegar hægt er
er og rangt stefnir.
2. Samdráttur auðmagnsins.
Markverðasta fyrirbrigðið í atvinnuháttum heimsins
eftir styrjöldina miklu er hinn sívaxandi samdráttur auð-
magnsins, yfirráðin á framleiðslutækjunum færast á færri
og færri hendur. HriDgar þeir, sem áður höfðu upp risið,
voru að mestu viðskiftasamtök milli fjölda fyrirtækja
(eartei, syndicate), að öðru leyti óháð hvert öðru. Einnig
voru til framleiðsluhringar, stórfeldar samsteypur fyrir-
tækja í eina heild. En hvorutveggja þessir hringar náðu
mjög sjaldan nema yfir eina og sömu atvinnugrein. Nii
eftir stríðið rísa upp hvarvetna risahringar, sem ná
yfir fjölbreyttar og ólíkar atvinnugreinar og setja þær
undir sameiginlega stjórn.
örðugt er að fá opinberar hag3kýrslur um þessi efni.
Auðvaldið, sem hér starfar, óskar ekki að frá þessu sé
skýrt. En með margra ára nákvæmum rannsóknum á
athöfnum, atvinnublöðum, tímaritum og ársskýrslum stór-
iðjunnar hafa vísindamenn og rannsóknarstofur atvinnu-
félaga verkalýðsins fundið marga aðalþræðina. Rannsóknr
sem fram hefir farið um langt skeið, á þróun málmiðjunnar
þýzku sýnir t. d. vel ástandið á Þýzkalandi og svipað er
um önnur stóriðjulönd. Sést hér, hvernig hvert fyrirtækið
á fætur öðru, smátt sem stórt, missir sjálfstæði sitt og hverf-
ur inn undir yfirstjórn fárra voldugra stóriðjuhringa. Svo
hamröm er þessi hreyfing, að hún minnir á iðnaðarbylt-
inguna í Englandi, er vélaiðnaðurinn réð niðurlögum
óháðra handiðnaðarmanna.
Rannsókn þessi sýnir 24 slíka hringa í Þýzkaiandi,
en 6 þeirra eru svo langsamlega stærstir, að auðséð er,
að þeir muni ráða niðurlögum hinna. Voldugustu hring-
arnir tveir eru báðir undir yfirráðum erfingja Hugo>
Stinnes, en hann átti aðalþáttinn I þessu sambræðslustarfi.
Þessir hringar eru Siemens-Rhine-Elbe-Sehuchert samband-