Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 128
111
Um rannsóknir á Herjólfsnesi.
[Skírnir
Lengdin er alls um 25 m., en að innanmáli er fjósrústin
sjálf 13,3 m. að 1. og 3,5—3,7 að br.
Um 30—40 m. norðar var stakt hús, um 10 m. langt
og 2‘/4 m. að br, að innanmáli; og 40 m. fyrir norðvest-
an fjósið var annað, um 9 m. að 1. og 4 að br. Hafa
þetta liklega verið peningshús.
I kirkjugarðinum varð vart við um 200 grafir, en
ekki fundust neinar leifar nema í rúmlega helmingnum
af þeim. Þær voru aðallega fyrir framan (vestan) kirkj-
una, í báðum norðurhornum garðsins og sunnanundir kórn-
um. — Norðan- og austan-undir kirkjunni var fátt um
grafir og sunnanundir var brotið af. — Á þessum 3 stöð-
um, þar sem mest hafði verið grafið, voru kisturnar mjög
þétt settar 0g hafði sumstaðar verið grafið 3—4 sinnum
í sömu gröf. Sennilega stendur þetta í sambandi við
ættir eða bæi, sem hafa átt hver sinn reit, nokkurn veg-
inn, um langan aldur. Innan kirkju voru að eins þær
2 grafir, sem áður var getið. Þær munu eldri en kirkjan
og kunna að vera frá heiðni; í þeim fundust engar leifar
líkamanna, en 2 bronzi-prjónar í annari og í hinni hval-
skíðisaskja og lítill húnn. Hinir framliðnu höfðu ýmist
verið jarðaðir í líkkistum úr trje, og þá seunilega í lík-
klæðum úr líni, eins og fyrirskipað var hjer á landi, eða
sveipaðir klæðum sínum, grafnir í fötunum, sjaldan þá
jafnframt í kistu. En liklega hafa verið notuð línklæði
eða líkblæjur undir fötunum. Greftrun í kistum hefur
verið kostnaðarmeiri, enda fundust þær helzt nálægt kirkju,
þar sem voru tilkomumestir grafreitir. Úti í hornunum
voru engar kistur. En það er ekki neitt sjerstaklegt fyrir
Grænland 0g bendir ekki á neinn vesaldóm þar nje timb-
ureklu, að menn hafa verið grafnir þar án þess að kistu-
leggja þá, því að það var alsiða um alla Norðurálfu fram
á 17. öld. Allir höfðu verið grafnir á venjulegan hátt,
höfuð í vestur. Flestar fundust kisturnar og klæðin um
1 m. neðar í jörðu en hið gamla yfirborð. Viðarkolum
hafði venjulega verið stráð í gröfina, einkum yfir brjóst