Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 76
68 Benedikt Jónsson Gröndal yfirdómari og skáld. [Skimir
aðist á Myrká, hjá séra Þórarni syni sínum, 28. júlí 1791,
áttræður að aldri, þá kominn í örveai. Var hann mjög
fátækur jafnan, enda átti fyrir mikilli ómegð að sjá, því
að þau Helga kona hans áttu saman 8 börn, og komust
7 þeirra til aldurs. Þau voru 1. Þórarinn, síðast prestur
i Múla (f 1816), gáfaður vel og skáldmæltur, hefur ort
Tíðavísur 1801—1815 (prentaðar á Akureyri 1853). Börn
hans voru a) Stefán prestur á Skinnastöðum (f 1849), fað-
ir Þórarins á Skjöldólfsstöðum (föður séra Þórarins á Val-
þjófsstað) og Stefáns gullsmiðs í Sviðholti, föður Steingríms
bókavarðar í Chicago (f 1913). b) Jón cand. theol á Skriðu-
klaustri (f 1854), faðir Þórarins stúdents (f í Khöfn 1865)
og Stefáns Thorarensen verzlunarmanns þar (Stefáns
»Btorms< f 1896). c) Benedikt prestur í Heydölum (f 1857),
faðir Jóns prests í Görðum á Akranesi, Páls hreppstjóra
á Gilsá í Breiðdal og Halldórs á Skriðuklaustri, sem nú
eru allir látnir, d) Þorbjörg f. k. séra Kristjáns Þorsteins-
sonar á Völlum og móðir séra Þórarins prófasts i Vatns-
firði, föður séra Kristjáns Eldjárns á Tjörn (f 1917). e)
Helga átti séra Ingjald Jónsson í Nesi i Aðaldal (f 1844).
f) Þuríður átti Jón Jónsson í Rauðuskriðu. 2. Guðmund-
ur bjó á Kraunastöðum (Krýnastöðum) i Eyjafirði (f 1811).
Meðal barna hans: Séra Jón á Hjaltastað, faðir Þórarins,
föður Jóns, föður Þórarins alþm. á Iíjáltabakka, og Helga
móðir Guðmundar Stefánssonar á Kirkjuhóli íSkagafirði,
föður Stephans G. Stephanssonar Klettafjallaskálds. 3. Jón
fór í Hólaskóla 1763, en dó áður en hann útskrifaðist. 4.
Ólöf, fyrsta kona séra Einars Hjaltasonar á Þóroddsstað,
og áttu þau börn. Hún dó úr hoidsveiki 1803. 5. Sig-
riður átti Jón Jónsson á Stekkjarflötum í Eyjafirði, móðir
Guðrúnar, er átti Jóhannes Jónsson á Hranastöðum. 6.
Helga, giptist ekki. 7. barn og hið yngsta séra Jóns Þór-
arinssonar og Helgu var Benedikt Gröndal. Hann var
fæddur í Vogum við Mývatn 13. nóvember 17601). Ólst
1) Fæöingarár hans er venjulega talið 1762 eptir æfiminningn
hans fr. í Viðey 1833, shr. Lögmannatal Jóns Signrðss. (Safn til sögu
ísl. II., 195),— Lögfræðingatal M. Stephensen: Timaritbókm.fel. III. 211