Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 196
182
Uppreisn Austnrlandaþjóða.
[Skirnir-
ast kristna trii eða Múhameðstrú. Þá sagði hann: »Eg
hef aldrei hitt Norðurálfumann, sem sagði ósatt, og því
trúi eg betur kenningum kristinna manna«. Á síðustu öld
var sú trú orðin sterk austurfrá, að Evrópuþjóðirnar stæðu
á hærra menningar- og siðferðisstigi, svo að ekki væri
hægt að reisa rönd við þeim. Þær væru skapaðar til þess
að drotna.
Nú er þetta orðið breytt. Stríðið hefir sýnt Austur-
landabúum að vopnaljómi Norðurálfumanna er svikull.
Stærsta herveldi álfunnar hrynur til grunna. Siðferðis-
legu áhrifin hljóta líka að dvína, þegar allir sjá, að stór-
þjóðirnar svikja loforð sín og beita lygum, hver í kapp
við aðra. Trúin á yfirburði Norðurálfumanna hefir beðið
þann hnekki, sem seint mun verða bættur. Austurlanda-
þjóðirnar hafa líka lært margt af hinum vestrænu yfir-
boðurum sínum. En með aukinni mentun kemur vaxandi
sjálfstæðisþrá. Enskur spekingur hefir sagt: »Þegar vér
fórum að bæta alþýðumentun Indverja, byrjuðum vér að
losa um ríkistengslin*. Þetta mun vera alveg rétt. Fjöl-
menn þjóð, sem kann að lesa, lætur aldrei til lengdar út-
lendinga ráða yfir sér.
Það má telja vist, að stórþjóðir Norðurálfu hafa sjálf-
ar valdið því mest, að virðing þeirra er í rénun. Þegar
Bandamenn fóru að nota Indverja og Svertingja til þess
að berjast á vigvöllum Norðurálfunnar, og Miðveldin gerðu-
bandalag við Tyrki og hófu undirróður í iöndum Múhameðs-
trúarmanna og á Indlandi, þá sýndu Norðurálfumenn sjálf-
um sér banatilræöi.
Þrjár þjóðir, Rússar, Frakkar og Englendingar hafa
einkum lagt undir sig Austurlönd. Svo hafa allar stór-
þjóðirnar haft mikil afskifti af stjórnmálum Kinverja, þó
að Kina hafi að nafninu til altaf verið sjálfstætt ríki.
Þó stjórn Rússa hafi verið verst eftir vorum skilningi,.
þá hafa þeir þó komið sér bezt við frumbyggja landanna.
Þeir hafa stjórnað með hreinu einveldi, og það stjórnar-
far skilja Austurlandaþjóðir bezt. Þeir eru lika skyldir
þeim þjóðum, sem þeir hafa ráðið yfir og mikil kynblönd-