Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 156
142
Undir straumhvörf.
[Skírnir
ungan gáfumann. Hann hefur oft lýst þvi ástandi, og
mér er ekki grunlaust um, að hann miði enn í dag boð-
skap siun talsvert við það. Skólinn var andlaus og rudda-
legur, borgararnir fáfróðir og þröngsýnir, og þar af leiðandi
harðbrjósta og skilningslausir. Menn ti'úðu sæmilega fast
á óbrigðula dóma almenningsálitsins hérna megin og hel-
víti og kvalir hinum megin. Þá var heimtað af börnun-
um, að þau væru fullorðin, af unga fólkinu, að það væn
gamalt, af gamla fólkinu, að það græfi sig lifandi. Inn
í þetta líf komu hugsanir hins nýja tíma eins og vor-
þeyr: kenningar Darwins um þróun og samhengi alls lif-
anda, velferðar og mannúðar- kenningar Mills, biblíu- rann-
sóknir og fríhyggja Renans. Alt þetta og miklu meira,
nýjar bókmentastefnur og ritskýringu, flutti Georg Brandes
til Norðurlanda. Unga kynslóðin fylkti sér einhuga undir
raerki hans og opnaði alla glugga. Vel só henni fyrir
það! Enginn getur neitað því, að á síðustu áratugum 19.
aldar varð heimurinn bjartari og vistlegri. Frelsið og
æskan jókst, skilningur kom í stað stirðnaðra hleypidóma,
mannúð í stað hörku, smælingjunum og réttindum þeirra
var meiri gaumur gefinn o. s. frv.
En nú- er því svo varið með flestar andlegar hreifing-
ar, að þær ganga í bylgjum, svo að meira eða minna
andstæðar stefnur hefjast til valda á víxl. Bylting er
hafin gegn gömlu ólagi. Ilún sigrar, en getur ekki stöðv-
að sig. Hún heldur áfram, sífelt í sömu átt samkvæmt
iögmáli tregðunar, þangað til hún er kömin út í öfgar og
orðin skrípamynd af þvi, sem hún upprunalega var.1)
1) Um leiö og eg er að skrifa þetta, rekst eg á svo merkilegt
dæmi þess, að eg get ekki stilt mig um að tilfæra það: Fyrir fáum
áratugum var talað um takmörkun bamafjölda með Frökknm sem synd.
og ódæði. Uú eru TÍtaðar óteljandi kenslubækur í þeirri list um allan
binn siðaða heim, og allskonar „tilfæringar“ auglýstar i öllum blöðum.
að heitn má. — Enn er fóstureyðing hegningarverð samkvæmt lögum.
En bæði almenningsálit og lögfræðingar ballast meir og meir að því afr
telja bana ósaknæma. — Og nýlega samþykti landsþing sameignarkvenDa
svolátandi tillögu frú Tove Mohr:„ Yér beimtum begningu fyrir barna-
morð úr lögum numda, þegar gift eða ógift kona liflætur nýfætt barm