Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 173
^Skirnir]
Eðlisfar íslendinga.
159
atgjörvi: íslendingar nútímans eru enn fyrir ofan meðal-
iag kyns síns En þeir hafa breyzt, því að annað aðal-
atriðið er það, að Islendingar nú á dögum eru frábrugðn-
ir forfeðrum sínum. Muninn er erfltt að skilgreina, en
hann virðist fólginn í meiri gætni, meiri íhygli, meiri al-
vörugefni, minni starfserai, minna framtaki, ef til vill
meiri seiglu og að líkindum meiri hneigð til andlegra
staifa í mótsetningu við líkamleg störf. Breytingin kann
að vera að nokkru leyti sprottin af fullkominni blöndun
Jarla og Karla1) svo að íslendingar séu óvenjulega jafnir
að ætterni og þar með að eðlisfari. En meiru hefir þó
að líkindum náttúruvalið valdið um þetta, með því að hin-
ir djarfari, ógætnari og flaumósa meðal ungu mannanna
i hverri kynslóð hafa farist. Þeir sem voru öðrum við-
kvæmari og kvikari að eðlisfari virðast og hafa verið
upprættir, ef til vill fyrir þá sök, að þeir þola ver á-
hyggjur og óvissu.
Þriðja aðalatiiðið er það, að vér virðumst í sögu ís-
lands sjá stöðuga endurtekningu framsóknar og afturkipps
eftir því sem umhverfið breyttist. Þegar islenzka lofts-
lagið hefir verið milt, hefir lífið verið tiltökulega auðvelt
og hugir manna lausir við hið stöðuga farg og vonleysi,
sem hugsandi menn fá ekki flúið þegar hungur og fjár-
hrun vofir altaf yfir. Slík kjör reyna miklu minna á
þolrif þeirra, sem miður eru gefnir, heldur en svo vak-
andi manna sem Islendingar eru. A góðærisköflunum
kefir þjóðin líka verið betur haldin en á hörðu árunum,
því að þegar verst var, hefir lítið annað verið til matar
en fiskur og fjallagrös, þar sem landið á góðum árum
hefir gnótt mjólkur og kjöts og jafnvel lítið eitt af korn-
meti og jarðarávöxtum, en flytja mátli inn og flutt hefir
"verið inn nóg mjöl, salt og aðrar nauðsynjar. Á góðær-
ieköflunum hefir því fæði fólksins að líkindum valdið því,
að heilbrigði varð betri og þrótturinn meiri en á hörðu
árunum, og jafnframt virðist þá loftslagið hafa átt eigi
1) Sbr. Rígsþnlu, er höf' vitnar til á öðrum stað. G, F.