Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 167
53kirnir]
Eðlisfar íslendinga.
153
mundi það hafa komið eins skyndilega og víkingaferðirn-
ar, ef ekki hefði komið annað til líka.
Það heldur Huntington, að hafi verið breytingar á
loftslaginu. Hann hefur áður sýnt fram á það, að árs-
hringir risatrjánna (sequoia) í Kaliforniu sýni nokkurn
veginn loftslagsbreytingar þær, er orðið hafa um tvö þús-
und ára skeið, og bendir ýmislegt á, að síðan á 12. öld
haíi loftslagsbreytingar á Islandi, írlandi, Englandi og
Norðurlöndum verið í aðaldráttum hinar sömu og í Kali-
forníu. Um eldri tima er vitneskjan lítil, en líklegt að
hann hafi fylgt likum lögum. Ef svo er, þá má ætla að
loftslag á Norðurlöndum frá Krists dögum og fram yfir
miðja 8. öld hafi yfirleitt farið batnandi og sérstaklega að
tímabilið frá því um miðbik 7. aidar og fram yfir miðja
8. öld hafi verið eitt bið hagstæðasta, er yfir Norðurlönd
faefir komið. Má þá gera ráð fyrir, að velmegun hafi
dafnað og fólkinu fjölgað, unz þröngt var orðið. — A síð-
aii hluta 8. aldar virðist svo loftslag hafa versnað, og
þykir Iluntington líklegt, að þá hafi komið krepputíð á
Norðurlöndum, er hrundið hafi hinum miklu víkingaferðum
af stað. En jafnframt hafi hernaður Karls mikla á Saxa
•og síðar yfirgangur Haralds hárfagra i Noregi ýtt undir
þessa hreyfingu. Og sérstaklega hafi ofríki Haralds kon-
ungs haft sín áhrif á það, hvers konar menn fluttu úr
landi. En þeim má nokkurn veginn skifta í tvo flokka.
Annars vegar voru þeir, er aðallega fóru til rána. Þeir
leituðu til auðugra landa, þar sem lítil vörn var fyrir.
Hinir fóru vegna þess að þeir undu ekki stjórnarfarinu
•eða áttu örðugt heima fyrir. Þeir fóru til fjarlægs lands,
þar sem landkostir voru að vísu rýrir, en þar sem ekki
þurfti að berjast til ríkis, og voru þeir þó engir friðsemd-
armenn að vorrar tíðar mati.
»íslenzku landnámsmennirnir voru hinir mestu úr-
'valsmenn. Fyrst er það, að Norðmenn virðast yfirleitt eitt
hið bezt gefna kyn veraldar. í öðru lagi voru höfðingjarn-
ir höfðingjar vegna þess að forfeður þeirra höfðu reynst
dvenjulega hraustir í hernaði, skipulægnir og fastir i sessi,