Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 107
Skírnir] Benedikt Jónsson Giöndal yfirdómari og skáld.
99
kona Stefána Gunnlaugssonar land- og bæjarfógeta í Reyk-
jaylk (f í Kaupmannahöfn 13. apríl 1883). Tveir synir
þeirra komust til þroska: Olafur Bjarni Verner Ludvig
dr. phil. (f 22. júlí 1894) lengi ritstjóri í Parls, kvæntur
rússneskri konu1) og Bertel Högni (f í Tacoma í Was-
hingtonfyiki 30. jan. 1918) hinn lærðasti maður, einkum
í austurlandamálum, en nokkuð einkennilegur og einrænn
í skapi, hafði farið víða um heim og kvæntist aldrei.
Hinu ytra útliti eða líkamsvexti Gröndals hef eg
hvergi séð lýst nema hjá Espólín2 3), er segir, að hann hafi
verið meðalmaður á hæð, grannlegur og bólugrafinn.
Hefur hann að líkindum ekki verið fríður maður, en því
miður er engin mynd til af honum. Hann var gæddur
hinum liprustu gáfum í ríkulegra mæli, en flestir sam-
tíðarmenn hans, að því er séra Árni Helgason segir, sem
hefur þekkt hann vel. Hann segir einnig meðal annars*),
að skáldskapargáfa hans hafi verið svo framúrskarandi, bæði
í ijóðagerð og skilningi á ljóðum og málsnilldarritum, að
trauðla hafi nokkur jafningi hans í því uppi verið í þessu
landi á hans dögum, og í þekkingu móðurmáls síns og
gömlu málanna, latínu og grísku, hafi hann verið framar
flestum eða öllum samtiðarmönnum sínum hér á landi.
Ennfremur lýsir séra Árni honum svo, að hann hafi verið
siðprúður, spaklyndur, jafnlyndur og skemmtilegur i dag-
legri umgengni, og notað með hægð og fyndni hvert tæki-
færi til skemmtunar sér og öðrum með meinlausu gamni.
Bæði séra Árni og Sveinbjörn Egilsson eru samdóma um,
að hann hafi borið hin langvinnu og þungu veikindi sín
með mikilli þolinmæði og trúartrausti, og Sveinbjörn tekur
það sérstaklega fram,4) að sálarþrek hans hafi verið avo
mikið, að jafnskjótt Bem af honum bráði hafi komið fram
1) Hann tók katólska trú og fór víða nm lönd. Benedikt Grön-
4al, frændi hans, getur hans í æfisögu sinni »Dægradvöl«. Voru þeir
skaplikir um margt og skrifuðust jafnan á.
2) Árh. XI, 131.
3) Sbr. likræðu Gröndals (Yiðey 1833) hls. 7.
4) Shr. æfiminninguna (Viðey 1833) bls. XI—XII.
7*