Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 95
Skirnir] Benedikt Jónsson Qröndal yfirdómari og Bkáld. 87
hafa beinzt að, og hann naundi hlotið hafa að öðrum kostú
Annars liggur það fyrir utan efnið að skýra hér frá at-
höfnum Jörundar eða afstöðu Magnúsar Stephensens og
annara embættismanna gagnvart stjórn þessa »hundadaga-
konungs«, því að það væri nóg efni i sérstaka ritgerð, og
þyrfti að takast til rækilegri athugunar en hingað til
hefur gert verið.
Gröndal var skrifstofustjóri hjú Jörundi 6 vikna tíma,
eða þangað til veldi hans ieið undir lok 22. ágúst. Varð'
hann auðvitað að vera eins hár og lágur sem húsbóndi
hans vildi, sem auðvitað var yfirstjórnarinn, og hafði í
rauninni sjálfur hin eiginlegu stiptamtmannstörf á hendi,
en hafði Gröndal sem fulltrúa sinn, sérstaklega til að ann-
ast afgreiðBlu á bréfum suðuramtsins, er þá var samein-
að stiptamtmannsembættinu1). En með því að skipunarbréf
Gröndals finnst ekki, verður ekki sagt, hvernig verksviði
hans hefur verið háttað, eða hvernig verkaskiptingu hef-
ur verið hagað milli hans og Jörundar. Gröndal var á
skrifstofu stiptamtsins, en Jörundur hafði stjórnarskrifstofu
(»Regerings-Kontoret«) út af fyrir sig, og þar fóru fram
innborganir á fjárgreiðslum. Og það mun rétt, að Grön-
dal hafl ekki fengið í hendur bréfabækur stiptamtsins,
heldur hafi Jörundur haft þær undir höndum.2) En flestir
munu þó hafa trúað þvi eða litið svo á, að Gröndal væri
að nokkru leyti fulltrúi Jörundar einnig í sjálfu Btiptamt-
1) í tilkynningu til Bergs Benediktssonar, setts sýslnmanns í Austur-
SkaptafellssýBlu, 12. júli, getur Gröndal þess að eins, að Jörundur hafi
skipað hann til að annast afgreiðslu suðuramtsins. (Frumrit i Ríkis-
skjalasafni Dana, prentað i Jörundarsögu Khöfn 1892, bis. 172, sbr.
einnig hróf Jóns sýslum. Guðmundssonar til Gröndals, prentað i Jör-
ondarsögu hls. 194—195.) Það er því ekki rétt, sem margir hafa taliö,
aö Jörundur hafi sett Gröndal fyrir sjálft stiptamtmannsemhættið. Það
®tlaði hann sjálfum sér.
2) Bréfahók stiptamtsins fyrirfinnst nú ekki á timabilinu frá 1. jan. til
22. ágúst 1809, er M. St. tók við, þvi að Jörundur glataði henni og lik-
lega einnig nýjustu hréfahók suðuramtsins frá ágústhyrjun 1807, því að
hun finnst ekki heldur.