Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 13
6
G-uðmnndur prófessor Magnússon.
tSkirnir
isfræðinni, enda leitaði hann fijótt frekari þekkingar I
henni, þegar hann hafði lokið prófl, og var það gott.
Af íslenzkum læknum hjer á landi voru þá engir
verulegir handlæknar. Gömlu handlæknarnir voru dán-
ir, en nýja vantaði. Eini skurðlæknir hjer á landi, sem
nokkuð kvað að á námsárum Guðmundar i HöfD, var
Schierbeck landlæknir. Hann hafði fengið iærdóm sinn
á fyrri árum Listerstimabilsins, var að visu okkur góður
og nýtur maður í mörgu, bæði sem læknir og á öðrum
sviðum, en jeg hygg að hann hafi eigi verið neinn fram-
úrskarandi skurðlæknir og tæpast fylgst svo vel með sem
þurfti til að skilja og framkvæma þær erflðu skurðlækn-
ingar, sem menn annarsstaðar voru farnir að gjöra og
gátu framkvæmt án mikillar hættu fyrir sjúklingana.
Það var því þörf á ungum, áhugasömum lækni, sem
alinn var upp við handlækningaaðferðirnar nýju. Þótt
læknisfræðin og lækningaaðferðirnar, bæði hvað hand-
lækningar og lyflækningar snerti, sje alþjóðaeign, var það
langæskilegast að fá íslenzka lækna til að starfa hjer,
bæði við læknakensluna og við lækningar. Það mátti
búast við, að útlendingarnir eirðu hjer ekki nema um
stund og svo var um Schierbeck. Hann tók embætti
heima í föðurlandi sinu, þegar er hann gat fengið það
1894. —
Þá hafði Guðmundur Magnússon starfað í tvö ár sem
hjeraðslæknir þar nyrðra, og fór mikið orð af honum sem
lækni almennt og umfram allt fyrir skurðlækningar hans,
einkum við sullaveikinni. Aðalaðferðin hafði til þess tíma
verið brennsla inn á sullina. Það var langvinn og
þjáningarfull lækningaraðferð og margir dóu. Nú flutti
G. M. með sjer heim nýjar lækningaaðferðir, sem tíðkuð-
ust erlendis og höfðu verið notaðar á næsta áratug þar
á undan við þessum sjúkdóm og reynzt ágætlega.
Menn s k á r u inn á sullina og tæmdu þá. Tók það
bæði miklu styttri tíma og var mun hættuminni aðferð en
ástungu og brennsluaðferðirnar, sem þeir Finseu, Jónassen