Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 132
118
Um rannsóknir á Herjólfsnesi.
[Skirnir
Þá skal kroBSunum lýst nokkuð. Margir af þeim eru
mjög einfaldir að gerð, en sumir aðdáanlegir, bæði að
lögun, smíði og útskurði. Útskurðurinn smekklegur, hvergi
íburðarmikill, og er gerður með vandvirkni. Á 8 eru
ristar rúnir, skýrar og nákvæmlega gerðar, sumar skorn-
ar með hníf, sumar grafnar á með hvössum oddi. Dr.
Finnur Jónsson prófessor hefur ráðið áletranirnar og kveð-
ur þær, sem ekki eru á latinu, vera á venjulegri íslenzku
svo sem hún var um 1300, nema 2 orð, sem eru með
fornlegri mynd: goð og þanna, sem koma fyrir i
þessari áletrun, og er hún einna lengst: Þorleifr gorði
kross ðanna til lofs ok dýrkunar goði almókkum.
Krossarnir virðast vera með því elzta, sem fanst í
garðinum, og hafa þó haldist undarlega vel, svo margar
aldir. Hinn stærsti er 69 cm. að 1. og 28,7 þvertréð,
hinn minnsti aðeins um 10 cm. að 1. Lögun margra kross-
anna sést bezt á meðfylgjandi mynd.
Þá eru búningarnir eða fötin, sem fundust. Ekki
fundust þau í kistunum, nema litlar leifar í einni barns-
kistunni. I kistunum fundust engar leifar aðrar en kross-
arnir, sem voru í sumum þeirra. Þeir, sem í kistunum
voru grafnir, hafa llklega verið sveipaðir í likblæjum úr
líni og þær stundum saumaðar um líkin. Fötin fundust
i gröfum, sem engrar kistu varð vart i. Sum voru heil-
leg, af sumum fundust slitur, en alt mátti kannast við og
sjá hvað verið hafði og alt var þetta hversdagslegur, al-
gengur fatnaður. öll voru fötin úr vefnaði. Vissulega
klæddust Grænlendingar skinnum, en annaðhvort hafa
skinnföt ekki verið notuð til líkklæða eða þau hafa orðib
alveg að mold í gröfunum. Selskinn hefur verið breitt
yfir eitt lík í fötum; fötin höfðu geymst ágætlega, en sel-
skinnið var nær því gjörsamlega horfið. Með sömu föt-
um varð að eins vart kálfs- eða geitarskinns og ullarlagða
af sauðskinni; sennilega hafa þessi skinn verið notuð að
nokkru leyti til fatanna, en rotnað. Að likindum hafa
sum af fötunum verið fóðruð með skinni, og sum með
líni, þótt af hvorugu hafi fundist leifar. Líns og hamps