Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 189
'Skirnir]
Adam og Eva rekin nr Paradis.
175
annað en tilgáta, eins og raunar flest, sem sagt er um
þessi efni. En almenn mjög mun vera sú skoðun, að or-
sökin til þess að maðurinn hætti að vera skógardýr, bafi
verið eitthvert ytra atvik, sem gerði honum skógarvist-
ina ómögulega, og einnig hitt, að til þeirrar breytingar á
lífskjörum hans beri að nokkru að rekja hinn aukna
þroska, sem hann hefir yfir önnur dýr jarðarinnar. Skoð-
nn nútímavi8indauna og syndafallssögunnar falla því sam-
an að þessu leyti, að samband er talið á milli þroska
mannsins og burtfarar haus úr skógunum. Það eitt skil-
ur, að vísindin telja burtförina úr skógunum orsök, en
þroskann afleiðingu. En syndafallssagan telur þroskann
orsök, en burtförina úr skógunum aíieiðingu. En þótt
mönnum muni alment þykja meir mæla með því, að mað-
urinn hafi ekki óneyddur yfirgefið skógana, þá er alls
ekki útilokað, að syndafallssagan hafi að einhverju leyti
rétt fyrir sér í þessu atriði. Það er ekki ómögulegt, að
fyrir hafi það komið, að svo sterk trúartilfinning hafi gert
vart við sig hjá íbúum skóganna og svo sterk þrá eftir
hreinna siðferði, að hún hafi knúð þá til að leita einver-
unnar úti á sljettum og með ströndum fram og flýja hinn
mittisskýlulausa óaldarlýð skóganna. Slíkt akiftir ekki
miklu máli í þessu sambandi. Aðalatriðið er þetta, að
í syndafallssögunni er þetta tvent sett í samband hvort
við annað: Þroski mannsins inn á siðgæðisstigið og burt-
för hans úr skógunum.
Eitt atriði vil eg minnast á, — atriði sem eg get
hugsað, að menn hiklaust álíti, að sé alveg út í bláinn.
Það er hegningin, sem Jahve leggur á konuna, — að hún
skyldi með þraut fæða börn sin. Það hefir verið leitað
orsaka fyrir ýmsu ómerkilegra en því, að einu dýri jarð-
arinnar er erfiðara en öðrum að fæða afkvæmi sitt. Eg
hefi aðeins eina skýringu heyrt um þetta efni, hví mann-
inum framar öðrum verum er lagður þessi kross á herðar.
Og 8kýringin er þessi: Maðurinn er upphaflega klifurdýr.
Þunginn af líkamanum og átakið við að færa hann úr
stað, lendir á öllum fjórum útlimum og þó meir á fram-