Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 155
Skirnir]
Undir Btranmhvörf.
141
fyrirgefa, af því að húu vill bjarga Ásvaldi, sem hún
•elskar. Hún fyrirgefur Kaldal m a. vegna þe3s, að hún
veit að hann hefur verið hrifinn af henni. Auk þess hafa
<511 vélabrögð Kaldals snúist henni til góðs, og þá er auð-
veldara að fyrirgefa.
E. H. Kv. hefur í Sálin vaknar lýst reglulegum níð-
ingi. Þorlákur dregur saklausa stúlku á tálar. Hann
yfirgefur hana, þegar hún er orðin barnshafandi, og þegar
Þorateinn tekur stúlkuna að sér, reynir Þorlákur að eitra
alt líf hans með brigzlyrðum og dylgjum. Þegar ritstjór-
inn imprar á þvi, að Þorsteini kunni að hafa verið ætlað
að læra að fyrirgefa, svarar hann m. a : »Þeir tala mest
nm að fyrirgefa, sem ekkert hafa að fyrirgefa, þeir sem
enginn gerir neitt mein. Vitið þér ekki, að það eru til
hlutir, sem enginn karlmaður fyrirgefur, nema allra-verstu
manntuskurnar?* Myndi E. H. Kv. treysta sér til þess
að gera breytni Þorláks afsakanlega, barnaskap, hégóma,
og ryðja með því fyrirgefningunni braut? Hann hefur
ekki reynt það. Fyrirgefningunni virðast þá takmörk sett.
En ef hver fer að draga þau takmörk þar sem honum
®ýnist réttast, fer fagnaðarerindi fyrirgefningarinnar að
*nissa nokkuð mikið af mætti sínum.
III.
Eg sagði hér að framan, að mig greindi á við E. H.
Kv. um vandamál, sem varðaði allan þorra manna. Sann-
leikurinn er sá, að hér er miklu fremur að ræða um
ágreining tveggja kynslóðaen tveggja manna.
Eg er þess fullviss, að fjöldi þeirra manna, sem eru á
aldur við mig og þaðan af yngri, lita svipað og eg á þessi
niál, þótt fáir hafi gert öðrum það ljóst og sumir ekki sjálf-
una sér. Mig langar ekki til þess að vera ósanngjarn.
Skoðanir eru nógu skiftar, þótt hvorugar sé ýktar. Því
vil ég drepa stutllega á þá þroskasögu, sem gerir ágrein-
skiljanlegan.
Þegar E. H. Kv. var ungur og kom til Reykjavíkur,
^nilli 1870 og 80, var þar víst alt annað en vistlegt fyrir