Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 215
Skirnir]
Nolseyjar-Páll, þjóðhetja Færeyinga
201
fógetinn sat í Þórshöfn. Hann átti a5 annast skattheimtuna og
var æðsti lögreglustjóri eyjanna. Ennfremur var hann »amtsmandat-
arius«, þ. e. umboðsmaður stiptamtmannsins á Sjálandi, sem eyj-
arnar lutu undir. Landfógetinu fór því einnig með amtmanns-
völd. Þel Færeyinga til þessa æðsta innlenda yfirvalds má nokkuð
marka af málshættinum: »Fávur harmar fúta dæja« (fár barmar
fógetadauða). Lögmaðurinn var formaður lögþingsins eða lögrjett-
unnar, sem var yfirdómur eyjanna. Þar sátu 48 lögrjettumenn,
8 úr hverri sýslu, og tilnefndi landfógeti þá. Þeir voru meðdóm-
endur lögmanns og skyldu setja innsigli sín undir dóma hans. En
þegar hjer var komið var lögmaðurinn orðinn einkadómari, en lög-
rjettumenn rituðu aðeins nöfn sín undir dóraa hans. Lögþingið
var haldið optar en einu sinni á ári, en höfuðþingið var Ólafsvöku-
þingið, sem haidið var 29. júlí ár hvert. Til lögrjettunnar skutu
menn þeim dómum, sem kveðnir höfðu verið upp á vorþingunum,
ef menn vildu ekki hlíta þeim, ennfremur öllum þeim málum, sem
ekki mátti dæma á vorþingum. Lögrjettan var þó ekki eingöngu
dómþing. Fógetinn og þeir, sem höfðu verzlunina á leigu, voru
frá fornu fari skyldir til þess að taka vitnisburði sína hjá lög-
rjettunni. Ennfremur mátti ræða um landsins gagn og nauð-
synjar á Ólafsvökuþingunum og bar almúginn þar fram kærur
sínar og kröfur, og voru þær jafnan færðar inn í þingbókina, en
afrit af þeim var síðan sent til rentukammersins, sem þá fjallaði
um flest Færeyjamál.
Undirdómari eyjanna nefndist sóreuskrifari og fór hann um
allar sýslur á hverju vori til þess að halda dómþing (vorþing) og
kveða upp dóma. Sýslurnar voru sex, og voru skipaðir yfir þær
sýslumenn, sem höfðu viðlíka völd, sem hreppstjórar hjer á landi.
Þeir áttu að heimta inn konungstíundir, hafa umsjón með lög-
reglumálum og aðstoða landfógeta og sórenskrifara á ýmsau hátt.
Þeir áttu að sækja öll Ólafsvökuþlng og leggja þar fram reikninga
sína, og gefa skýrslur um þarfir og hagi hjeraða sinna.
Eyjarnar voru allar eitt prófastsdæmi, sem laut undir Sjálands-
biskup. Prestaköllin voru sjö. Aðeins einn skóli var í eyjunum,
latínuskólinn í Þórshöfn, og var hann mjög ljelegur og enda lagð-
ur niður skömmu síðar. Engin barnafræðsla eða unglingafræðsia
var í eyjunum, nema sú sem heimilin veittu.
Verzlunin var auðvitað einokuð, og rak konungur hana sjálf-
ur. Öll mál, er hana vörðuðu, lutu undir rentukammerið, en
um rekstur hennar annaðist verzlunarnefnd (Handelskomm-