Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 159
Skirnir]
Undir stranmhvörf.
145
meðal vor, hafa alls ekki sopið seyðið af henni sjálfir.
Þeir voru fram yfir fermingu aldir upp í ströngum krist-
indómi, voru á viðkvæmasta aldri mótaðir af sterkri og
rótgróinni lífsskoðun. Kristnin hefur alla æfi hlotið að
vera dýpsta undirstaða lífernis þeirra, þótt þeir hafi
hafnað henni með hugsun sinni. »Vér lifum á skuggan-
um af skugga. En á hverju eiga eftirkomendur vorir að
lifa?« — sagði Renan, sem skyldi þetta út í æsar, eins
og annað. Hann sagði, að sá siðferðisþróttur, sem hið
kristilega uppeldi hefði veitt sér, hefði verið höfuðstóli,
sem hann hefði verið að smáeyða alla sína æfi, eftir að
hann varð postuli hinnar frjálsu hugsunar. Eldri kynslóð-
in, sem lagði upp með slika kjölfestu, kann að hafa haft
efni á að leika sér með lifsskoðanir. En málið horfir
öðruvísi við fyrir yngri kynslóð, sem hefur andað að sér
lofti efasemda og tillátssemi við sjálfa sig og aðra frá
barnæsku. Þeir menn þekkja afleiðingarnar, ekki aðeins
í hugsun, heldur í reynd, ekki aðeins af því að horfa í
kringum sig, heldur af baráttu sinni við sjálfa sig. Úr-
ræðin hafa verið ýmisleg fyrir þeim, sem ekki hafa alveg
látið reka á reiðanum. Sumir hafa gripið dauðahaldi i
leifar kristninnar. Aðrir liafa reynt að lirófa upp nýrri
lífsskoðun, eftir reynslu sinni og þörfum, úr gömlum og
nýjum brotum. En fle3tir munu finna, að æskilegt væri
að standa á fastara grundvelli, og sízt óska þess, að börn
þeirra, næsta kynslóð, standi eins að vígi eða þaðan af
verr, þegar hún leggur út í lífið. Fyrsta sporið er að
færa uppeldið í fastara horf. Án þess að afsala sér lífi
og fjölbreytni nútímans (sem enginn kostur er að gera),
vetður ný kynslóð að hafa meira vald á henni, reisa sér
og umhverfinu sterkari skorður. En skilyrði allrar slíkr-
ar breytingar á einstaklingum og þjóðfélagi er alvarlegri
og kröfuharðari skoðun á mannlífinu og tilverunni yfirleitt,
sem getur orðið mælikvarði fyrir heilbrigt almenningsálit.
Slík lífsskoðun verður aldrei sönnuð. í leik efasemdanna
getur hún virzt hjóm og reykur. En fyrir þá menn, sem
skilja, hvað i húfi er, heimta hana með samvizku sinni
10