Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 243
Skírnir]
Ritfregnir.
22£)
aðferðina. p'að er að innleiða gullfótinn aftur eins og pjóðverjar
hafa gert. peir innleiða rentumörkin, sem hafa gullgildi marks-
ins sem var, en gömlu seðlamir hafa gamla gildið. Síðan gilda skuld-
irnar eftir því, hvenær þær voru teknar. Her er nú verið að hugsa
um nýja bankaseðla. Liggur ekki næst að þeir fái guUgildi, og sje
haldið í gullgildi, en að gömlu seðlamir séu 70 aura virði, og gömlu
skuldirnar og innlögin í sparisjóðina, sem til eru orðin eftir 1915(?),.
sé látin gilda eins og seðlamir? Gamlir samningar fara eftir gamla
seðlaverðinu, en nýir, ef það er tekið fram, eftir nýja gullseðla-
verðinu. petta sem hér er sagt í tveimur aðalatriðum, væri efni í
ritgerð, ef það væri sýnt út í æsar og sæmilega rökstutt.
Ritið um ,,Lággengi“ er höfundinum til mesta sóma. — I. E.
Gnðm. Finnbogason: Stjórnarbót. Bókaverzlun Ársæls Árna-
sonar. Reykjavík 1924.
pað er haft í frásögum um porlák biskup helga, hve jafnlyndur
hann var. „Hann lastaði aldrei veður, sem margir gera.“ En tveim-
ur hlutum kHddi hann, Alþingi og imhradögmn, og af því Alþingi, að
honum þótti margur maður þar verða villur vega, sá er mikils var
virður og honum þótti mikið við liggja.
petta ógeð á stjómmálunum, sem porlákur biskup hafði, er eitt
eftirtektaiu’erðasta og ískyggilegasta tákn vorra tíma. Bæði hér á
landi og annarsstaðar fer þeim mönnum fjölgandi ár frá ári, sem
helzt vilja leiða þau hjá sér með öllu. Og því miður eru það einmitt
beztu mennimir, sem svo hugsa. Að sumu leyti er þeim vorkunn.
Stjórnmálalífið er komið inn á ískyggilegar brautir. Yonirnar, sem
menn gerðu sér um þingræðisstjómina, hafa brugðist. Hún átti að
fá skynseminni stjórnina í hendur, en það urðu tilfinningar múgsins
og blindar hvatir, sem yfirtökin fengu. Og múgurinn er leilísoppur
misjafnlega góðgjarnra flokksforingja og hlaðakonga. pað er skiljan-
legt, að ýmsum virðist svo, að ekki þýði að spyrna á móti brodd-
unum og dragi sig í vonleysi í hlé. En sá hugsunarháttur er háska-
legur. pví verra sem ástandið er, þess meiri þörf er á ráðum til bóta.
Við íslendingar höfmn dyggilega apað eftir nágrannaþjóðum
vormn margt það, sem miður fer í stjórnmálalífi þeirra, og engin
goðgá er að segja, að drjúgum liafi hallað undan fæti í stjórnmálum
vorum og stjórnarfari síðan við fengum þingræði. pó er ekki um
annað meira rætt og ritað en stjórnmál hér á landi ár hvert. En fæst
af því er þess vert, að það sé lieyrt eða lesið. pess vegna er ánægju-
efni á þessum tímum að lesa bók eins og Stjórnarbót dr. Guðmundar.
Dr. Guðmundi er ljóst, í hverjar ógöngur stjómmálin eru kom-
in og hann vill benda á leiðina til bóta. Hann grefur fyrir mein-
unum dýpra en venjulega er gert, og tillögur hans eru því þeim mun