Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 222
208
Nolseyjar-Páll, þjóðhetja Færeyinga.
[Skírnir
Færeyja, bólusetti hann fyrst sjálfan sig og síðan skipverja sína,
hvern á fætur öðrum, og tókst honum á þann hátt að flytja nýtt
bóluefni til eyjanna. Siðan sparaði hann hvorki fje nje fyrirhöfn
til þess að fá landa sína til þess að nota þetta ágæta varnarmeðal.
Fannst kancellíinu svo mikið um framgöngu hans í þessu máli, að
það lagði til, að honum yrði veittur heiðurspeningur úr gulli. En
rentukammerið, sem um þær mundir fjekk hverja kæruna á fætur
annari um framferði Páls frá embættismönnunum í Færeyjum,
skarBt þá í leikinn. Þótti því óróðlegt, að veita »þessum óróa-
manni« (»dette urolige Hoved«) slíka sæmd, því að áhrif hans og
álit meðal Færeyinga mundi vaxa meir við það, en góðu hófi
gegndi. Fjell það mál þá niður, en Páll komst heiðursmerkjalaus
út úr lífinu.
V.
Það er að segja af ytri högum Páls eptir heimkomuna, að
hann kvæntist bráðlega og rjeðst síðan til skipstjórnar á eitt af
skipum verzlunarinnar. Kona hans varð skammlíf og kvæntist
hann brátt aptur og eignaðist með þeirri konu jörð norður í Borðey.
Þar í Borðey bjó hann síðan það sem eptir var ævinnar. B,ak hann
nú búskapinn af miklu kappi og kuunáttu, svo sem fyr segir, og
nokkru eptir aldamótin mun hann aptur hafa gengið úr þjónustu
verzlunarinnar.
Hann hefir á þessum árum borið hag Færeyja fyrir brjósti í
vöku og svefni. Honum var það fullljóst, að elnokunin var ban-
vænt átumein og að eyjarnar mundu aldrel rjetta við, nema henni
yrði af Ijett. En hitt duldist honum ekki, að afnám einokuninnar
yrði ekki nema hálfur sigur og ekki einu sinni það, — ef verzl-
unin ætti framvegis öll að vera i höndum útlendinga, og Færey-
ingar enga hlutdelld að hafa í henni. Hann leit bvo á, að Fær-
eyingar ættu þegar að fara að búa sig undir að taka við verzlun-
inni sjálfir, en fyrsta sporið í þá átt væri, að þeir gerðust siglinga-
þjóð að nyju, svo að þeir ættu ekki allt undir útlendingum um
vöruflutninga. Annars mundi frjáls verzlun aldrei koma þeim að
hálfum notum. Þess vegna væri lífsnauðsyn að ala upp færeyska
sjómannastjett, og það ætlaðl hann sjer að gera, ef þess yrði nokk-
ur kostur. En sá var hængur á, að haffært skip hafði ekki verið
í færeyskra manna eign síðan fyrir svarta dauða um miðja 14. öld.
Þá vildi það til, að skip strandaði vlð Suðurey árið 1804. Páll
keyptl skipskrokkinn fyrir lítið verð, og tók nú að gera nýtt skip