Skírnir - 01.01.1925, Side 21
14
Guðnrandnr prófessor Magnússon.
[Skfrnir
til Hafnar, þar sem fjelagi hans gamli frá námsárunum,
prófessor Schaldemose skar hann vegna skeifugarnasárs.
Hann kom til aftur, fjekk nokkurnveginn heilsu og gegndi
störfum sinum sem áður, en fulla heilsu fjekk hann aldrei
aftur. Enda fór þá smám saman að bera á þeim sjúkdómi,
sera varð banaraein hans, æðasigg. Af þeirri ástæðu varð
hann að fá lausn frá embættisstörfum vormissirið 1923,
en síðan gegndi hann þeim aftur að mestu leyti óslitið
til dauðadags. Þreyttur var hann þó oft, bæði við kennslu
og handlækningar sinar. Hann var heimilislæknir viða
hjer í hæ, einkum hjá embættismönnum, og þar eins og
annarsstaðar mikils metinn. Á seinni árum reyndi hann
heldur að hliðra sjer við ýmsum læknisstörfum. Kraft-
arnir voru farnir að þverra.
Hann óskaði þess, að fá að deyja skyndilega, áður
en aldur eða heilsuleysi gjörði hann ófæran til að gegna
venjulegum störfum, og honum varð að ósk sinni. Hann
hafði verið lánsmaður og var það einnig að þessu leyti.
Kona Guðmundar var Katrirx Sigríður Sívertssen frá
Hrappsey, Skúladóttir óðalsbónda þar. Þau giftust 26.
ágúst 1891. Eitt barn eignuðust þau, en það dó fárra
daga gamalt. Heimili þeirra var ætíð fyrirmyndarheim-
ili. Kona hans, sem liflr enn, er hin mesta rausnar-
kona, sem að öllu leyti reyndist manni sínum hin bezta,
sýndi mikinn áhuga fyrir starfl hans, hagsmunum, hróðri
og heilsu. Þegar þau hjón fluttust að Sauðárkrók 1892
og hann byrjaði á skurðlækningum sínum, var litið um
aðstoðarlækna, eða rjettara að segja ómögulegt að ná
i þá, og ljet hann þá frú Katrínu hjálpa sjer. Þegar
til Reykjavíkir kom, þar sem Guðmundur hafði næga
læknisaðstoð, hjelt hún samt áfram að vera við skurðlækn-
ingar manns síns til dauðadags hans.
Þau hjónin tóku tvö börn til fósturs, bróðursonardótt-
ur Guðmundar, Fríðu, nú gifta Agli bónda á Langárfossi,
Einarssyni, prófasts á Borg, en hitt er Jón verzlunarskóla-
stjóri Sívertsen, bróðursonur frú Katrinar.
|>eir systursynir Guðmundar beitins, þeir Björnssynir,