Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 143
Skfruir]
Um rannsóknir á Herjólfsnesi.
129
Með konungsvaldinu komst biátt á einokun og varð það
jafnframt því, hve torvelt var að komast til Grænlands,
til þess, að aðrar þjóðir lögðu ekki mjög leið sína þangað,
— svo 8em Englendingar og Þjóðverjar fóru hingað. En
er öllu hnignaði í Noregi og verzlunin komst í hendur
Hansamanna, lögðust alveg niður Grænlands-ferðirnar, sem
lengi höfðu strjálar verið. Viðskifti höfðu aðallega verið
við Björgvin, en svo fóru þar leikar, að Hansamenn lögðu
þann bæ alveg undir sig, svo sem nafn hans ber ljósast
vitni um enn í dag. Byrjaði þessi aðsókn 1349 og varð
Björgvin oftlega hart úti á síðari hluta aldarinnar, eink-
um árið 1393, er hún var brend til kaldra kola.
Þannig fylgdist alt að til þess að tortíma þessu nor-
ræna þjóðarbroti í ísnum og einangruninni »útnorður í
haf«, en undirrótin er sennilega ein og hin sama til alls
þess böls.
Síðasta fregn af Grænlendingum kom 1410; þá komu
þaðan þrír íslendingar til Noregs og síðan hingað.
Hafa sumir menn álitið vafasamt, hvort grænlenzka
þjóðin hafi þá átt langt eftir. En sum af þeim fötum,
er nú hefur verið lýst, sýna, að samgöngur hafa haldist
lengur, að minnsta kosti fram á miðja öldina og jafnvel
fram á síðari hluta 15. aldar (felldu upphlutirnir, háa
húfan; sbr. einnig leirkönnubrotið). En það er óvíst, að
norrænir menn hafi verið síðustu gestirnir. Englendingar
og Þjóðverjar voru stöðugt í förum til íslands á 15. öld-
iuni og kunna þá einhverir þeirra að hafa viljandi eða
óviljandi komist til Grænlands. Sagnir eru raunar til
um það, að Diðrik Pining hafi rekið (óleyfilega) verzlun
við Grænland seint á 15. öldinni, en óvist er, hvort hann
hefur átt þar viðskifti við norræna menn eða skrælingja.
Eins og áður var bent til voru skrælingjar búnir að gjör-
eyða Vestri-bygð um miðja 14. öldina og á síðari hluta
hennar eru þeir farnir að læðast um Eystri-bygð. í ein-
um Islenzkum annál er sagt, að þeir hafi árið 1379 drepið
átján manns og stolið 2 drengjum. Skrælingjar geymdu
9