Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 70
Þróun auðmagnsins.
[Skirnir
-62
því, að gúmmíframleiðslan mundi minka um þriðjung.
í Sviþjóð samþykti samband timburútflytjenda í marz 1921
að minka timburframleiðsluna um helming, það sem eftir
var af árinu.
Þessi breyting var allstaðar eins og á sama tíma, og
sýnir það að alþjóðarsamtök voru um þetta mál. Taka
mœtti mýmörg dæmi þess og öll sýna þau, að stóriðjuhöld-
arnir gengust fyrir þessu og neyttu til þess allrar orku
sinnar, enda mótmæltu þeir því, að Alþjóðabandalagið
(vinnumáladeildin) gæfl út þessa skýrslu um »viðskifta-
leyndarmál« þeirra, og þó var skýrslan mjög stuttorð.
(Jtan Norðurálfunnar ganga iðjuhöldarnir venjulega
beint að verki, samþykkja ályktanir og framkvæma þær,
en í stóriðju Norðurálfunnar er varlegri aðferð notuð.
■Ofta8t er verkalýðnum þar kent um minkun framleiðsl-
unnar, þó að stóriðjuhöldarnir séu hennar sjálflr valdir.
.Ekki þarf annað en iðjuhöldafélögin krefjist lengri vinnu-
tíma, eða lægra kaupgjalds af verkalýðnum, heldur en
þeir vita fyrirfram, að hann sætti sig við bardagalaust.
Þá kemur verkbann, framleiðslan minkar og sökinni er
Bkelt á verkalýðinn.
Venjulega eru bankarnir samstarfandi hluti úr auð-
magnsvélinni og eru áhrif þeirra notuð út í yztu æsar
við þessa minkun framleiðslunnar til að hækka vöruverð-
ið. Greinilega er skýrt frá þvi, hvernig Bandaríkjabank-
arnir hjálpuðu baðmullarsambandinu til að minka baðm-
ullarframleið3luna, með því að neita að lána bændum
: peninga til meiri ræktunar, áburðar, sáningar og uppskeru,
nema þeir miukuðu ræktunarsvæðið. Þessar aðferðir,
sem eru svo sem ekki nýjar, eru notaðar meira og minna
allstaðar i stóriðjunni, en framkvæmd þeirra hefur
■ harðnað og orðið opinberari síðustu árin. Fyrir 20 árum
minkaði framleiðslan um 14 %, en nú alls um helming.
Yfirleitt sýnir það sig á öllu, að stóriðjan framleiðir
ekki vörur til að fullnægja þörfum almennings, sem mestar
og ódýrastar, heldur til að græða sjálf sem mest. Allar