Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 177
'•Skírnir] Um nokkrar vísnr Egila Skallagrímssonar. 163
legt og líkt og um sögnina að nudda, sem merkir bæði
að stauta við eitthvað og að þrábiðja. »Nökurr« gæti þá
verið sömu merkingar og Gialarr, en svo hét annar dverg-
urinn, er átti skáldamjöðinn. »Nökurs nökkvi* er þá =
Galars nökkvi (sbr. »Austra burar nökkvi,« Hallfr.) og
mun merkja Oðröri, ketilinn, er mjöðurinn var í geymd-
ur. Eftir er að skýra »bragi«. Eg held það sé af >brag«
(hvk), er merki snögga hreyfingu. Vér höfum á íslenzku
sögnina að »braga« um flöktandi hreyfingu norðurljósanna,
og í sænskri mállýzku merkir »braga« að titra, skjálfa.
Vér mundum segja »brag«, en ekki »bragur«, norðurljós-
anna. Egill virðist því segja, að skáldskapurinn hafi tendr-
ast á hræringu dvergaskipsins, mjaðarkersins eða ketils-
ins, og á sú hugmynd að likindum rót sína í nafninu »Oð-
rörir* = sá er hrærir óð, sálina eða skáldskapinn, vekur
andann eða ljóðið. Væri »bragi« þgf. af bragr, mundi
vísuorðið merkja: á hinum ágæta nökkva nökurs.
»Náins naustdyr* hefir veriðskýrt: grafardyr náfrænd-
ans (þ. e. haugur Skallagríms), en »Náinn« er og dvergs-
heiti, og er eðlilegast að »naustdyr náins* merki blátt
áfram kletta, sbr. >stynja dvergar fyrir steindurum vegg-
bergs vísir«.
15. v. »Elgjar galgi« »Elgr« mun hér merkja krapa-
elg og vatnselg, en »galgi« það sem hengt er á. Fyrir
hugskotsaugum skáldsins verður fjallalandið eins konar
galgatimbur þar sem krapabláar fannir og hvítir fossar
hanga í löngum röðum. Það er svipað og Stephan G.
Stephansson kveður:
,Voðin ljósa, er hamra hýsin
hengja á þil, er foss i gili.
»Elgjar galgi« gæti átt jafnvel við um Noreg og
um ísland.
19. v. »í aroar grímu« get eg mér til að lesa eigi »í
•annar grímu«, önn == áhyggja, annar grímu = áhyggjunótt.
Arinbjarnarkviða.
18. v. En Hróalds
at höfuðbaðmi
11*