Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 39
8kirnir]
Kirknatal Páls bisknps Jónssonar.
31
Drangar útkirkja frá Eyri í Álftafirði1). Af þessu má
ráða, að fáum fornum prestsskyldarkirkjum er slept í
skránni.
Eg hefi nú reynt að sýna, að skrá þessi gæti, efnisins
vegna, verið kirknatal Páls biskups, og að kirknaskip-
un og prestatölu sé lýst í lienni á þann veg, að vel gæti
átt við á hans dögum. Skráin lýsir yfirleitt fornu skipu-
lagi á þessu hvorutveggja. Nú skal ég stuttlega bera
Bkrána saman við ástandið eins og það var seint á 16.
öld, og athuga um leið röksemdir Kaalunds fyrir dómi
hans um aldur skrárinnar.
Skráin telur prestana 240 (eða 290, ef talan er leið-
rétt). 1542 taldi Gissur biskup presta í Skálholtsbiskups-
dæmi. Voru þeir 150 »að tilreiknuðum öllum, sem þá
lifa*2). Á seinasta fjórðungi aldarinnar hafa þeir verið
enn færri. Prestaköllin munu þá varla hafa verið mikið
fleiri en 130. Prestsskyldir sýnast hafa fallið víða niður
þegar á 15. öld og úr þvi, og þá ekki sízt upp úr siða-
Bkiftunum. Prestsskyldarkirkjunum fækkaði því mjög, og
fjöldi af kirkjum þeim, sem taldar eru i skránni, voru
þá orðnar að útkirkjum og sumar fallnar niður. Skrá
þessari og kirknaskránum, sem til eru frá síðari hluta 16.
aldar, máldögum Gisla biskups Jónssonar, kirknatalinu
frá 15693) og kirknatalinu frá 1583 í máldagabókinni nr.
2 í Biskupsskjalasafninu í Þjóðskjalasafninu, ber líka mikið
á milli. Sé skráin samin seint á 16. öld, hlýtur höfundi
hennar að hafa verið það ljóst, að hún átti ekki við, eins
og þá var komið. Hann hlyti því að hafa skrifað hana
eftir einhverri fornri máldagabók. Sú bók þekkist ekki
nú, en hún hefði verið fyllri en nokkur önnur máldaga-
bók frá Skálholti, sem kunnugt er um. Vera mætti að
hún hefði glatast, en ekki er það líklegt, því einmitt
skömmu seinna, á dögum Odds biskups, fara menn að
1) D. I. I. 118.
2) D. I. XI. 173.
3) Bréfabók Guðbrands bisknps Þorlákssonar Rvik. 1920 bls,
281—284.