Skírnir - 01.01.1925, Qupperneq 233
Ritfregnir
Sigfiis Blöndal: Islenzk-dönsk urðabók. ASal-samverkamenn:
Björg- porláksdóttir Blöndal, Jón Ófeigsson, Holger Wiehe. —
Reykjavík. Prentsmiðjan Gutenberg 1920—1924.
Páar þjóðir í heiminum munu eiga tungu sinni jafnmargt og
mikið að þakka sem vér Islendingar. 011 vor fcegð í menningar-
heiminum og tilvera sem þjóðar og tilveruréttur sem ríkis, byggist
á inni undursamlegu varðveizlu tungunnar, svo furðanlega lítið
breyttrar um margar aldaraðir og þeim dýrlegu ritverkum í Ijóðum og
lesmáli, sem á henni vóru skráð af forfeðrum vorum. I þeim bók-
menntum er geymdur sá auður andans, sem ella myndi hvergi fást, en
er gersamlega ómetanleg fræðslulind fyrir mál og menningu, sögu og-
lífsháttu allra Germanaþjóða, en þó vitanlega einkum Norðurlanda-
búa, sem annars myndi litlar og oft alrangar hugmyndir hafa um
uppruna sinn og foman æfiferil. En viðhald þessarar fomu bók-
menntatungú frá fornöld fram á vora daga veldur því, hversu vel
gengur aS skilja nálega hvað eina í þessum fomu ritvarkum. Breyt-
ingarnar á tungumálum, þótt þær í sumum greinum séu talsverðar,
eru, sem sé. þannig lagaðar og reglubundnar, að þær slíta aldrei sam-
hengiS nú yfir 1000 ára skeið og valda því engri byltingu, sem geri .
skilninginn á ritverkunum torveldan fyrir íslendinga. Af þessu kem-
ur það, að í uppliafi, er menn’; tóku að stunda þessi fræði, urðu út-
lendingar (og reyndar í ýmsú enn) að leita hjálpar Islendinga til
þess að skilja fommálsritin. Yér stöndum þar betur að víg'i og eig-
um hægra um vik en aSrir, ekki af því að vér séim vitrari, heldur-
af því einu, að forntungan norðræna er enn í dag móSurmál vort.
Sannarlega her oss því, flestum þjóðum fremur, heilög skylda til að
elska tungu vora svo mikiS, aS vér viljim sem mest fyrir hana í
sölur leggja og auðsýnim henni þá rækt í tali og riti, að varðveita
hana sem hreinasta og óbjaga'Sasta. íslenzkan er líka engu síður en
forngrískan svo þroskað menningarmál, aS hún þarf alls eigi að lifa
á láni og sníkjuim frá öðrum tungum. Með allt þetta fyrir augum
er oss vorkunnarlaust að sjá þaS, aS lýti á meðferð móðurtungunn-
ar eru stórlýti á sjálfum oss og þeim hlutum, sem bæði eiga oss:
helgastir að vera og líka eru oss gagnsamlegastir.