Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 32
24 Kirkuatal Páls biskups jónssonar. [Skirnir
hennar þekt Pálssögu, þá gat ekki verið nema ein” skyn-
samleg ástæða fyrir hann, til þess að taka þennan kafla
upp úr sögunni og skeyta hann við skrána. Það var ef
hann vildi falsa skrána, láta líta svo út, sem þessi skrá,
sem hann var að búa til, væri kirknatal Páls biskups.
En hefði tilgangurinn verið þessi, þá er hætt við að föls-
unarmerki sæjust viðar, en það er hvergi neitt í skránni,
sem bendir til þess, að hún sé falsbréf. Eg hygg að
þetta 8amræmi sögunnar og skrárinnar verði varla skýrt
með öðru móti en því, að skráin sjálf sé einmitt að stofni
til kirknatal Páls biskups.
Við höfum nú séð, hversu vel niðurlagsgrein skrár-
innar ber saman við kaflann í Pálssögu um kirknatal
hans. En ber nú skránni að öðru leyti saman við það,
sem ætla má um kirknatal Páls biskups, eftir frásögn
sögunnar? — Áður en vikið verður að því atriði, verður
að athuga sjálfa frásögnina nokkuð nánar.
Eg get ekki séð neina ástæðu til þess að efast um
það, að frásögnin sé rétt. Sagan segir, að biskup léti
telja kirkjur og presta vegna þess, að hann vildi leyfa
utanferð prestum, ef ærnir væru eftir í hans sýslu, en
sjá fyrir því, að ekki væri prestafátt í sýslu hans með-
an hann var biskup1). Ef til vill kann sumum að þykja
þetta ólíkleg ástæða. Eg hygg að hún geti vel verið
rétt. Háldagar kirkna kváðu á um tölu presta við þær.
Eftir þvi sem sagan segir, áttu þeir að vera 290 I bisk-
upsdæminu. Þetta er mikill fjöldi presta, og eflaust hefir
oft reynst örðugt, að skipa öll þessi embætti, vegna
prestafæðar. Hins vegar var mikið um utanfarir manna
á þessum tímum, og prestar hafa sjálfsagt oft verið í
þeim hóp. Var að ýmsu leyti freistandi fyrir þá að leita
utan. Prestsembættin hér á landi hafa mörg hver ekki
verið ýkja glæsileg, en færi á að komast til frama í
þjónustu kirkjunnar í Noregi, enda urðu íslendingar prest-
1) Bisk.s. I. bls. 136.