Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 140
'126 Um rannBÓknir á Herjólfsnesi. [Skirnir
beia hinnar sjöttu þess ljósan vott, að hún hefur »ekki
átt sjö dagana sæla«; sennilega verið vesöl þerna, þjáð af
of raiklu erfiði, sem hefur orsakað sjúkdóm í liandleggj-
unum, enda verið lingerð frá barnæsku, haft senuilega
beinkröm þá. Karlmanna- og drengja- beinin Býndu ekki
þá úrkynjun og veiklun, sem kvennabeinin báru vott um.
Einn karlmannanna hefur verið mjög þreklegur og vel
vaxinn, en ekki hár, og tveir aðrir fremur laglegir i vexti.
Konurnar virðast hafa verið um 138—150 cm. að hæð,
karlmennirnir þrir um 153, 158 og 162 cm., enginn hefur
verið hár vexti. En yfirleitt bera beinin vott um fremur
veikbygt og lingert fólk. Höfuðkúpurnar eru tiltölulega
litlar eins og höfuðfötin bentu til. Tennur eru sterklegar,
þótt þær sjeu fremur litlar, en einkennilega mikið eru
þær slitnar, jafnvel í unglingum. Er ekki auðsjeð, hvað
því sliti hefur valdið. Sjálfsagt hafa menn lifað á hert-
um fiski að miklu leyti, er fiskur fékst, en líkur eru jafn-
framt til þess, að fólkið haíi neyðst til að leggja sjer til
munns ýmislegt úr jurtaríkinu, sem ekki hefur þá verið svo
vel hreinsað sem skyldi, þegar fellir hafði eytt búfénu
í harðindum og ísalög og veiðarfæraskortur bönnuðu björg
úr sjó.
En livað sem vesalmensku og úrkynjun líður, þá er
það vlst, að þetta fólk var af hreinum, norrænum kyn-
stofni og bar engin merki um blóðblöndun við skrælingja.
Prófessor Hansen fullyrðir þetta afdráttarlaust1), og þarf
í því efni ekki frekar vitna við, því að hann hafði áður
rannsakað nokkur hundruð skrælingja-hauskúpur, var gagn-
kunnugur orðinn einkennum þeirra og hafði glöggar gæt-
ur á þessu, er hann rannsakaði þessar höfuðkúpur frá
Herjólfsnesi.
Ekkert er það heldur meðal hinna fundnu fata eða
annara gripa, sem bendir á nein viðskifti við skrælingja.
Það er víst rjett, að skiðisaskjan, sem fanst og sem mun
1) »None of the sknlls showed. characters, not even in the jaws or
facial regione, that indicated a possihle intermixture of Eekimo blood«.