Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 186
172
Adam og Eva rekin nr Paradís.
[Skirnir
skilningur sá er svo fastur og þykir svo viðurkendur, að
hiklaust og refjalaust er sagt í biblíusögum þeim, sem
segja má að sérhvert barn hér á landi sé látið lesa und-
ir fermingu, að djöfullinn hafi breytt sér í höggormslíki
og farið til konunnar. En í syndafallssögunni er ekki eitt
orð í þá átt. Þar stendur aðeins: »En höggormurinn var
slægari en öll önnur dýr merkurinnar, sera Jahve guð
hafði gert. 0g hann mælti við konuna*. í syndafallssög-
unni sjálfri felst engin frekari skýring um þetta efni. En
eg veit ekki til þess, að höggormurinn sé nokkurstaðar
tákn myrkravaldsins. Eg veit ekki til, að neitt í hug-
myndum Austurlandaþjóða að fornu eða nýju bendi
í þá átt. Við höfum heyrt myrkrahöfðingjann nefnd-
an höggorm. En það er aðeins fyrir ákveðinn skilning
eða öllu heldur misskilning á þessari einu sögu. En í
trúarhugmyndum Austurlandaþjóða á höggormurinn þó
heima. Guðspekingar hafa mynd af höggormi í merki
8ínu og hafa þeir sett merkið á sumar af bókum sínum.
Margar trúarhugmyndir þeirra eru frá Austurlöndum, og
þaðan er þeim kominn höggormurinn í merkið. En fyrir
þeim er höggormurinn tákn spekinnar og að því er mér
hefir verið sagt af fróðum mönnum i þeim efnum, þá er
höggormurinn viða í átrúnaði Austurlandaþjóða ímynd
vitsmuna, ýmist undirförullar slægðar eða göfugrar speki.
Og í nýja testamentinu kynuumst við höggorminum í um-
mælum spámannsins frá Nazaret, sem tákn vitsmunanna.
Jafnframt því, sem hann brýnir fyrir lærisveinum sin-
um, að þeir skuli vera saklausir sem dúfur, þá áminnir
hann þá um, að þeir skuli vera slægir sem högg-
ormar. Engum hefir vist komið í hug að halda því fram,
að þar þýddi höggormur sama og myrkrahöfðingi. Það
er greinilegt, að verið er að brýnir fyrir þeim að afla
sjer þeirra hygginda, sem í hag máttu koma í baráttu
þeirra fyrir útbreiðslu hins nýja boðskapar. Það eru vits-
munir, hrekklausir en hagkvæmir. Og heyrt hefi eg því sleg-
ið fram, að orðið nöðrukyn, sem Kristur velur sem heiti
á fræðimennina, þýði þar ekkert annað en fræðimenn eða