Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 172
;158 Eðlisfar íslendÍDga. [Skírnir
á íslandi, bæði að hitastigi og breytileik, sé örfandi fyrir
andlega starfsemi. Hefi eg nokkuð vikið að því áður í
»Land og þjóð«. Síðan reynir Huntington að sýna, að
eðlisfar íslendinga virðist bafa breyzt með mismunandi
liætti, eftir þvi hvernig ioftslagið var hvert tímabilið. Tel-
ur hann það hafa verið bezt á 11.—13. öld, einmitt á
gullöldinni, en ilt á 14. öld o. s. frv., og gefur nokkurt
yfirlit yfir þjóðarhaginn á ýmsum öldum frá þessu sjónar-
miði. Er það verkefni, er sagnfræðingar vorir ættu að
taka upp til rækilegrar rannsóknar, hvernig árferði og
aldarhættir liafa fylgst að.
Að lokum segir Huntington:
»Sögu íslands má í stuttu máli rekja til þriggja að-
alþátta — ætternis, loftslags og einangrunar. Söguskeið
Islands hófst fyrir þúsund árum, er hópur úrvalsmanna
nam þar land. Aðeins í fáum stöðum svo sem Nýja Eng-
landi og Nýja Sjálandi hafa landsraenn verið svo stranglega
valdir. Hvergi annarstaðar hefir, svo að vér vitum, slik-
ur hópur manna verið nálega einangraður í þúsund ár,
eins og þarna var, svo sem verið væri að gera stórfelda
tilraun til að sýna hvað verður um úrvalskyn, þegar það
fær að haldast nálega óblandað og óskert. Bendir þessi
tilraun á, að kynstofnar nái tilteknu þroskastigi og svo
hljóti afturförin að koma? Bendir hún á, að kynblöndun
sé nauðsynleg til þess að kyn haldi fjöri sinu og þrótti?
Sýnir hún, að kyn verði þegar til lengdar lætur að sníða
stakk sinn eftir umhverfi sínu? Styður saga íslands þá
skoðun, að megingrundvöllur mannlegra framfara sé það
að taka upp nýja stjórnarskipun, eða nýjar þjóðfélags-
stofnanir, svo sem margir sagnfræðingar virðast ætla?
Svarið við öllum þessum spurningum virðist neitandi.
Af dæmi Islands verður það eitt með vissu ráðið, að eng-
in ein kenning nægir til að gera grein fyrir sögu og eðl-
isfari þjóðar. Frá upphafi til enda eru þrjú aðalatriði í
sögu íslands augljós. Hið fyrsta er það, að eðlisfar kyns
er varanlegt. Fyrstu Islendingarnir voru fyrir ofan með-
allag kyn3 síns eða nálega hvers annars kyns að andlegu