Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 190
176
Adam og Eva rekin úr Paradís.
[Skirnir
limunum, enda eru þeir sterkari. Siðan hæltir hann afr
lifa í skógunum og verður sléttudýr. En limir hans eru
litt til þess fallnir að bera hann yfir slétturnar, þar sem
hvergi er hægt að grípa. Og afturlimirnir einir eru æfð-
ir til gangþjónustunnar, en framlimirnir látnir vera laus-
ir til gripátaka. En þá er allur þungi likamans og alt
átak við að færa hann úr stað, komið á afturlimina. Við
það verða þeir, ásamt með allri mjaðmabyggingunni, beina-
gildari og vöðvastæltari, sterkari og seiuni til að gefa
eftir fyrir hvaða átaki sem er. Og þá er skýringin feng-
in. Og þá getur það staðið heima við frásögn syndafalls-
sögunnar: Um leið og maðurinn er rekinn úr Paradís og
seldur undir þá nauðsyn að neyta sins brauðs í sveita
sin8 andlitis, þá er konunni lagður þessi kross á herðar,
að fæða börn sín með þrautum. Það er vert að geta
þess i þessu sambandi, að það er eitt dýr annað, sem
mönnunum er kunnugt um að gengur erfiðlega að fæða af-
kvæmi sin. Það er selurinn. Orsök þess mætti einnig
rekja til breyttra lifnaðarhátta. Hann var landdýr og
gekk á fjórum fótum. Síðan legst hann í sjó, og alt á-
tak við að færa líkamann áfram lendir á afturlimunum.
Þá hefi eg sýnt fram á það, frá hvaða stórviðburði
syndafailssagan segir, og hvernig einstök atriði hennar
koma heim við það, sem nútímavísindin myndu segja um
sama efni. Nú vil eg að siðustu reyna að gera grein
fyrir þvi, á hvern hátt syndafallssagan verður til og af
hvaða forsendum þær ályktanir eru dregnar, sem hún
setur fram.
Eg ætla mér ekki þá dul að fara að geta neins til
um aldur hennar og ekki heldur hvar hún verður til og
því sizt, hver hefir samið hana. Það verður ekki einu
sinni neinum getum að því leitt, hve margir hafa lagt
skerf til hennar. Hugsanlegt er, að hún sé frá einhverj-
um spámanni komin, sem hefir viljað leita raka um þau
efni, sem sagan fjallar um, og hún síðan gengið mann frá
manni, minkuð og aukin, endurbætt og úr lagi færð á
ýmsa vegu, þar til hún var skráð í það form, sem við^