Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 163
Skirnir]
Undir straumtvörf.
149
hann sjálfur verður honum samdauna og allar hugmynd-
ir um rét,t og rangt komast á ringulreið. Þá getur það
•orðið eins og ljós í myrkri, leið til nýs frelsis og þroska,
að horfast í augu við ranglætið eins og það var, dæma
það, h a t a það. Ef til vill er meiri vizka fólgin i hinni
fornu germönsku hefndar-kvöð en menn alment skiija nú.
Kynstofninn er að upplagi nokkuð makráður og seinþreytt-
ur til vandræða. Honum hættir til að spyrja, hvort það
borgi sig að reka réttar síns, og svara frekar neitandi en ját-
andi, tii þess að fá að vera í friði. Hefndarskyldan var
i eðli sínu heilbrigð andspyrna gegn slíkum hugsunarhætti,
þótt erfitt væri að halda henni innan skynsamlegra tak-
marka.
Eg undrast oft trú þeirra nútíðarmanna, sem ekki
sjá neina eiginleika guðs, nema almættið og algæzkuna,
treysta á, að þar sé óþrotlegur sjóður miskunnar, þvert
ofan í öll þau lögmál tilverunnar, sem oss er leyft að
skygnast inn í.
Skyldi þeim engum bregða í brá,
blessuðum, nær þeir deyja?
— eins og Sigurður Breiðfjörð sagði um prestana. Alt ó-
samræmi heimsins, tregðan, heimskan, ranglætið, illmensk-
an, yirðist benda til þess, að hið góða eigi við ramman
reip að draga og baráttu Ijóss og myrkurs sé ekki lokið
og verði líklega aldrei. Mér er tamast að hugsa mér
guð sem unga hetju, sem berst blóðugur og vígmóður,
en Ijómandi af von og þrótti, við dreka hins illa. Hann
«r ljósgeislinn, sem klýfur myrkrin, en megnar ekki að
útrýma þeim. Hann er andinn sem blæs lífl í efnið, en
stynur í viðjum þess. Hann er enn ekki fullþroskaður,
því að þroski hans er óendanlegur eins og myrkravöldin,
sem hann berst við. En hver hrein og djörf hugsun, hvert
drengilegt verk, hver heil tilfinning, eykur mátt hans.
Vér erum allir hermenn, með honum eða móti, frá barn-
inu til öldungsins, og hvert spor, sem vér stígum,
fiytur oss fjær honum eða nær. Hann fyrirgefur ekki,
en sæla vor er að komast á það stig, að hann þiggi lið
vort. Hann hegnir ekki, en ef vér leggjumst á móti
honum, neyðist hann til þess að berjast við oss. 0g ef
lif vort er eilíft, verður það líka eilíf barátta með honum
■eða móti.
Sigurður Nordal.