Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 130
116
Um rannsóknir á Herjólfsnesi.
[Skirnir
Kisturnar voru flestar hver annari likar að gerð; þær
voru 29 að tölu alls, sem fundust í garðinum 1921, en
sumar vitanlega mjög óheillegar. Af þessum 29 kistum
voru 13 barnskistur. Hjer við bætast 2 kistur, sem fund-
ust 1880 og 1900, hin síðari mjög lítil barnskista. Allar
voru þær breiðari í höfuðendann, nema sumar af barns-
kistunum, og nokkrar hærri í þann endann jafuframt.
Lengri kisturnar voru 154—204 cm., en hinar minni 43
—88 cm. að lengd. Þær voru úr greni, furu eða lævirkja-
tré, og var rekaviður í sumum. Efri fjölin í fótagaflin-
um í einni var úr eini, líklega grænlenzkum; einir vex
enn í dag þar í landi syðst. Fjölin var í einni af kistum þeim,
er dr. Nörlund álítur grafnar áður en kirkjan var bygð;
höfuðendinn var nefnilega undir ytri hleðslunni á kór-
gaflinum, Annað var merkilegt um kistu þessa, hún var
bundin saman með ræmum úr hvalskíði; svo voru 2
kistur aðrar þræddar saman einnig. En allra- merkast
um hana var það, að á einifjölina höfðu verið skornir
allhaglega hnútar og dýrshöfuð. Er þessi útskurður svo
fornlegur, að hann getur verið frá ofanverðri 12. öld.
Hann hefur verið gerður að gamni sínu eða til þess að
æfa Big, en ekki til að skreyta fjölina; hún er senni-
lega nokkru eldri en kistan.
Kisturnar voru flestar settar saman þannig, að hlið-
fjalir voru negldar utan á botn og gafla, en botn neðaná
þá; lok var ýmist sett ofaná hliðar og gafla eða á þá
eina og milli hliðfjala. Naglar úr tré, vel telgdir, fer-
strendir eða sívalir. I tveim voru gaflar grópaðir í hlið-
ar og botn. — Borðin sum í kistunum höfðu verið notuð
til annars áður. Sums staðar var aukið saman fjölum.
Við mun hafa verið bezt að spara. Borðin höfðu verið höggv-
in til og síðan skafin jafnari á innri hlið. Fimm af kist-
unum voru loklausar. Dr. Nörlund álítur að þær hafi
verið notaðar tvisvar og lokið i síðara skiftið brotið og
eyðilagt eða ekki hægt að koma því þá yfir. Þótt und-
arlegt sé, hefur þetta tíðkast fyrrum víðar en á Græn-
landi. Víst telur dr. Nörlund, að leifar af 2 líkum (litið