Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 208
194 Uppreisn Austnrlandaþjóða. [Skirnir
háðir og Englendingar eru eina stórþjóðin, sem heflr tek-
ist að afla sér trausts hjá þessum þjóðum. Mun þaðt
mest stafa af því, að þeir virtu trúarbrögð og arfsiði
Múhameð8manna. Það er kannske helzta orsökin til vel-
gengni Englendinga í nýlendustjórn, að þeir láta jafn-
an nýlendubúa halda óáreittri trú sinni, tungu og þjóð-
venjum.
Þegar Tyrkir gengu í stríðið móti Bandamönnum.
1914 losnaði um vald Englendinga austur frá. Soldáninn
hóf heilagt stríð og hvatti alla Múhameðatrúarmenn tiÞ
þess að rísa upp gegn kúgun Vesturlandaþjóða. Það hófst
reyndar ekki almenn uppreisn, en þó fanst Englending-
um mikils við þurfa og fundu þeir upp það snjallræði,
að búa til nýjan kalífa, til þess að vera höfuð Múhameðs-
trúarmanna.
í Arabíu er smáríki, sem heitir Hedjaz. Konungar
þess hafa í margar aldir talið sig verndara hinna helgu
staða Mekka og Medína. Konungurinn, sem þá sat að
völdum, var vinur Englendinga, og vildi líka gjarna auka.
ríki sitt, eins og konungum er títt. Með enskum styrk
stofnaði hann víðáttumikið riki í Arabíu 1916 og kallaðl
sig »hinn rétta drottinn allra rétttrúaðra manna«. Þann-
ig höfðu Englendingar fetað í fótspor þjóðhöfðingjanna á
miðöldunum, er þeir skipuðu páfa og mótpáfa úr sínum.
flokki, til þess að styðja sig í völdum.
Þegar Englendingar höfðu lagt undir sig Gyðingaland
1918, þóttust þeir hafa komið ár sinni vel fyrir borð, er
þeir höfðu á sínu valdi hinar helgu borgir bæði kristinna-
manna og Múhameðstrúarmanna.
En það er hættulegt að nota trúarbrögðin í þjónusta
stjórnmálanna, og Englendingar fengu brátt að kenna á
þvi. Margar þjóðir, og ekki sizt sumar kynkvíslir Araba,.
risu upp gegn hinum nýja kalífa. Þær voru í margar
aldir vanar að skoða Tyrkjasoldán sem hinn rétta kalífa
og vildu ekki kannast við konunginn í Hedjaz. Uppreisn-
ir þeirra voru þó barðar niður í svipinn, og við friðar-
samningana voru stofnuð ríkin Hedjaz, Irak og Gyðinga-