Skírnir - 01.01.1925, Blaðsíða 142
128
Um rannsóknir á Herj'lfsnesi.
[Skirnir
þótti rannsóknirnar á Herjólfsnesi benda mjög til hins
sama. Líkkisturnar og fötin, sem fundust í kirkjugarðin-
um þar, höfðu varðveizt einkennilega vel og lágu þó að
eins á möl og sandi. Mjög var misdjúpt á þeirn, 30—130'
cm., og voru þeir hlutir verst farnir, sem efstir voru (of-
ar en 55 cm.). En þeir, sem bezt höfðu haldist, voru
það djúpt, að jörð þiðnaði ekki um þá að sumarlagi niá
á tímum. — Þetta hafði valdið því, að þeir höfðu ekki
fundist við rannsóknirnar 1840, og það var af hendingu
að svo djúpt var grafið 1921, að kista fannst niðri í klak-
anum. — Sýnilegt var þó, að fyrrum hafði alt verið í
þíðri jörðu, þvi að öll voru fötin nema ein, og sumar af
ki8tufjöluuum, gagnofin af jurtarótum. Nú þiðnar jörð ekki
dýpra niður þarna en 70 — 80 cm. Virtist svo sem grafið
hefði verið í jörð, sem var þíð að sumarlagi, og að þá
hafi líkamirnir getað rotnað og jurtir getað skotið rótum.
gegnum fötin, en að síðar iiafi alt frosið og hætt að þiðna
á sumrin, og það sem ófúið var, geymdist í klakanum,.
og ræturnar með.
Það bendir sömuleiðis á versnað veðráttufar, að
fornir bjarkarstofnar finnast nú þar sums staðar, sem
nú eru kjörr ein, og að jökull er þar nú býsna nálægur,.
sem bæjarrústir eru frá fyrri tíð. Sagt er jafnvel, a&
kirkjugarður einn í Ketilsfirði sje nú undir jökli. Er lofts-
lag kólnaði og veðrátta versnaði fyrir sakir aukins hafíss-
hafa jöklar að sjálfsögðu vaxið og þakið æ meira af lág-
lendinu, sem næst þeim var.
Með ísnum og óveðrunum óx einangrunin og var það
bæði þeirra vegna beinlínis, en jafnframt, er stundir liðu,
ástandsins vegna í því landi, Noregi, sem samgöngurnar
voru aðallega við. Grænlendingar voru háðir Norðmönn-
um í verzlunarsökum, sennilega alveg upp á þá komnir
um allan innflutning og útflutning, er kom fram á 12. öld
eða jafnvel fyr. Sömuleiðis voru þeir háðir þeim í kirkju-
legum málum. Er þvi ekki að furða, þótt þeir að lokum
ljetu tilleiða8t að ganga undir yfirráð Noregs konungs og játa
honum skatti og manngjöldum, 1261, er það var sótt fasL