Valsblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 9
VALSBLAÐIÐ
7
FRUMHERJAR Á ÆFINGU
Frá vinstri: Björn Benediktsson, prentari, Stefán Ólafsson (látinn), Árni B.
Björnsson (látinn), Nikulás Halldórsson trésmiÖur, Guðmundur Guðjónsson
verzlunarstjóri, Páll Sigurðsson prentari, Guðbjön Guðmundsson prentari, Filippus
Guðmundsson múrarameistari Þorbergur Erlendsson verzl.m. Hallur Þorleifsson
skrifstofumaður, Pétur Helgason verzlunarmaður, Sveinn Þorkelsson (látinn),
Ástráður Jónsson verkstj., Guðmundur Ólafsson trésmiður, Jóhannes Sigurðsson
og Ársæll Gunnarsson (látinn).
allhátt lxafí látið í pottum, könnu, olíubrúsa, prímusi o. fl. sem hann
hafði á reiðhj'óli sínu.
Þessir ungu menn höfðu ekki ærst af hraða tímans, ýmis menningar-
fyrirbæri höfðu ekki truflað þá, og þess vegna fundu þeir hamingju
og gleði í þessum athöfnum sínum.
En þótt ferðirnar væru skemmtilegar og lengi fastur liður í starfinu,
finna þeir að þeim er nauðsyn að hafa sinn eirnn völl hér í bænum og
það helzt á Melunum. Ræða þeir þetta við leiðtoga sinn síra Fi’iðrik,
sem skilur þörf þeirra fyrir eigið athafnasvæði. Honum varð ekki
ráðafátt fremur en fyrri daginn, leitar hann á fund þáverandi borgar-
stióra Páls Einarssonar og fær leyfi hans til þess að drengimir megi
ryðja sér knattspyrnuvöll. Var nú hafizt handa um að ryðia völlinn,
og oft unnið langt fram á kvöld, en æfingar stundaðar jafnframt.
Eins og rómversk herdeild!
Þó síra Friðrik væri ekki hvetjandi um stofnun Knattspvrnufélags
innan KFUM, vildi hann þó fylgjast með því sem fram færi er dreng-
irnir væru í æfingum vestur á Melum. Hann mun líka hafa talið sig
hafa ábyrgð á athöfnum þeirra sem deildar í KFUM. Hann fór því
eitt sinn í heimsókn til þeirra á æfingu. Virðir hann fyrst fyrir sér
það sem gerist á vellinum, sem var að því er honum sýndist, svipað
og gerðist í portinu í KFUM. Langt úti á öðrum enda svæðisins sér
hann einn drenginn standa á milli tveggja steinhrúga. Hann fer til
hans og spyr hvort hann fái ekki að vera með, hvort þeir hafi hann
útundan. Drengurinn leit á síra Friðrik stórum augum og sagði með
dálitlum yfirlætishreim: „Ég er í „gulli“. Nú, sagði síra Friðrik, og
kvaðst ekki hafa verið mikið nær.
Þá fer hann til drengjanna sem í æfingunni voru og bað þá að sýna
sér hvernig liðið raðaði sér upp til sóknar og varnar á vellinum. Gerðu
þeir það nákvæmlega: Markvörður, tveir bakverðir, þrír framverðir og
framherjar. Er síra Fiðrik virðir fyrir sér þessar tvær þríhyrningfylk-
ingar, segist hann hafa séð fyrir sér hinar rómversku herfylkingar
skipulegar og markvissar og samstundis skynjað leikinn og þá geysi-
legu þýðingu íþróttarinnar sem uppeldismeðals ef réttilega væri á
haldið.
Helgi Bjai’nason.
Kristján Gíslason.
Einar Einarsson.