Valsblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 80
78
VALSBLAÐIÐ
3. gr.
Fé sjóðsins skal ávaxta í Söfn-
unarsjóði íslands eða peninga-
stofjiun með ríkisábyrgð. ,Spari-
sjóð^bækur og verðbréf sjóðsins
slíal gkrá. á nafn hans.
4. gr.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja
leikmenn knattspyrnufélagsins
Vals eða heimili þeirra, er verða
fyrir slysum í knattspyrnukapp-
leik.
5. gr.
Höfuðstól sjóðsins má aldrei
skerða. Af vöxtum og öðrum tekj-
um má árlega verja samkv. 4. gr.
% hlutum, en % skal leggjast við
höfuðstól, þar til hann er orðinn
10.000,00 kr. Eftir það má verja
öllum árstekjum sjóðsins samkv.
4 gr. Heimilt er stjórn sjóðsins
að geyma fé það, sem eitthvert ár
fellur til ráðstöfunar síðar, ef
þannig stendur að enginn þarfnist
styrksins, að dómi stjórnar sjóðs-
ins.
giv
*sp-. ...
Stjórn sjó'ðsins skipar stjórn
Knattspyrnufélagsins Vals, þó
þannig, að úr henni víki einn með-
limur eftir hlutkesti, en sæti hans
taki elzti afkomandi Kristjáns
Helgasonar.
7. gr .
m
Stjórn sjóðsins getur aflað hon-
um tekna á ýmsan hátt, t. d. með
því að veita viðtöku áheitum og
gjöfum. Ennfremur getur stjórn-
in ákveðið að gangast árléga fyrir
knattspyrnukappleik til að áfla
sjóðnum tekna. Skal af tekjum
fyrsta kappleiks, er haldinn yrði
í þessum tilgangi, varið upphæð
var líka hrein móðgun við þetta höfuðvígi handknattleiksins að ráðast
inn í það og ætla sér að sigra hina ókrýndu meistara þar! í fimleika-
sal Menntaskólans heyrðist ekki mannsins mál fyrir ópum og köllum
áhorfenda, og því fylgdu steittir hnefar útí loftið til áherzlu. Það var
naumast að það heyrðist í blístru dómarans, sem var úr skólanum.
Þótti Valsmönnum, sem hann hefði nokkuð aðrar reglur en þeir, en í
þessari ljónagryfju þýddi ekkert að mögla. Valur tapaði leiknum en
með litlum mun. Mun þeim Valsmönnum, sem þátt tóku í leiknum,
vera hann minnisstæður.
Með tönn í liandleggnum!
Þá munu margir þeirra, sem tíðum fóru suður í Hafnarfjörð til
þess að leika við Hauka, minnast leiks, sem leikinn var á ísuðu gólfi.
Fór hann fram í fimleikahúsinu við barnaskólann. Var það á sunnu-
dagsmorgni. Hafði salurinn verið þveginn seint, kvöldið áður en mikið
frost úti. Þegar keppendur komu í salinn um morguninn, var mikill
hluti hans með íslagi á gólfinu, þar eð rakinn hafði ekki þornað. Ekki
dugði að hætta við leikinn, þar sem allir voru komnir til leiks, og
hófst hann þegar.
Það er ekki að orðlengja, að þegar leikmenn komu út á svellið runnu
menn og féllu á gólfið og mátti stundum sjá 3—4 menn í einni kös á
gólfinu! Meðan á leiknum stóð urðu menn ekki varir við nein meiðsli,
sem teljandi voru. Eftir æfinguna gat einn þess þó að hann hefði misst
tönn, og annar að hann hefði íengið smáskeinu á handlegg, og blæddi
nokkuð úr. Við nánari athugun kom í ljós að tönn sú, sem tínd var,
fannst í sárinu á handlegg hins!!
Annar flokkur 1933. ----- Margir af þessum ungu mönnum áttu eftir aÖ koma
mikiS viS sögu Vals, en á myndinni eru þessir menn: Frá vinstri í fremri röcS:
Þórarinn Þorkelsson, Ólafur Gamalíelsson, Gunnar Stefánsson, SigurSur Steins-
son, Björgúlfur Baldursson. --- Aftari töS: Magnús Bergsteinsson, Runólfur Sœ-
mundsson, SiguríSur Ólafsson, Egill Kristbjörnsson, Gísli Kjærnested og Árni Sig-
urjónsson.