Valsblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 31
VALSBLAÐIÐ
29
og komið var. Ekki var laust við að sumir hefðu sjóriðu í þeim leik,
eftir 5 daga veru á sjónum.
En hvað sem því leið, var árangur ferðarinnar með ágætum og náði
fyllilega þeim tilgangi og vonum, sem við hana voru tengdar. Sam-
heldni og vinátta treystist með öllum þátttakendunum, og flokkurinn
tók miklum og góðum framförum. Varð hann nr. 2 á íslandsmótinu,
í stað 4. sætis til þessa“.
Þeir, sem þátt tóku í þessu fyrsta „stór-ferðalagi“ Vals, för, sem
átti svo góðan þátt í „að treysta samheldnina og efla vináttuna“ með
félögunum eins og Ólafur segir í grein sinni, voru þessir: Axel Gunn-
arsson fararstjóri, Guðmundur H. Pétursson þjálfari, Ámundi Sigurðs-
son, Halldór Árnason, Snorri Jónasson, Pétur Kristinsson, Friðjón
Guðbjörnsson, Axel Þórðarson, Ólafur Sigurðsson, Örn Matthíasson,
Guðjón Runólfsson, Konráð Gíslason, Friðrik Jesson, Magnús Pálsson,
Sæmundur Sæmundsson, Skúli Guðmundsson, Axel Þorbjörnsson og
Hólmgeir Jónsson.
Árið 1927 var viðburðaríkt ár í sögu Vals. Auk norðurfararinnar,
sem varð sannur aflgjafi að því er til æfinganna tók og kom hvað bezt
í ljós í íslandsmótinu, þar sem Valur varð annar í röðinni og einnig
í Reykjavíkurmóti, þá sýndi II. fl. mikil og góð tilþrif, svo sem reyndar
oft áður. Árið 1925 vinnur þessi aldursflokkur bæði vor og haustmót-
ið, og sagan endurtók sig þetta ár. Kvöldið áður en I. fl. lagði af stað
í norðurförina fór fram úrslitaleikur í 2. fl. mótinu, en í því tók þátt
þetta ár fimm félög m. a. piltar frá Vestmannaeyjum. Úrslitaleikur-
inn var löng og hörð viðureign, sem lauk með sigri Vals. Var sigur þessi
vissulega góð uppörfun fyrir norðurfarana. Það var Guðmundur H.
Pétursson, sem þjálfaði um þessar mundir bæði 1. og 2. fl. en Frið-
jón Guðbjörnsson 3. fl. En 2. fl. lét ekki þar við sitja að sigra í vor-
mótinu. I haustmótinu var flokkurinn enn í úrslitum og sigraði þá
á ný, og segir svo í skýrslu stjórnarinnar ,,sá sigur kostaði fjögurra
1. fl. Vals 1927. ---- Aftari röS: Ámundi SigurSsson, Magnús Pálsson, Örn
Matthíasson, Hólmgeir Jónsson, Halldór Árnason, Þorsteinn Jónsson. Fremri
töS: Ólafur SigurÖsson, Snorri Jónasson, Axel ÞórSarson, Pétur Kristinsson,
Kristján GarSarsson.
GuÖbjörn GuÖmundsson
Aðalhvatamaður að stofnun Vals. Góð-
ur ritari og glöggur félagsmaður, leik-
maður, stjórnarmeðlimur og formaður
um árabil. Einn af heiðursfélögum Vals.
I
1 1 '
i
Magnús Guðbrandsson
Einn snjallasti knattspyrnumaður síns
tíma. Brautryðjandinn, leiðbeinandinn
og formaðurinn, þegar fyrsti mótssig-
urinn sá dagsins Ijós 1919.
□
„Fyrir liði Austurbæinga var prest-
ur einn (séra Fr. Fr. i KFUM), sem
æfði liðið eftir þessari kennisetningu:
„Fríspark fyrir hvert blótsyrði á vell-
inum, og vítisspyrna, ef mikil brögð
voru að“. Var mikill hlátur í liði okk-
ar, er við heyrðum þetta, og töldum
víst, að þetta væru blauðir bardaga-
menn. En þar skjátlaðist okkur.
(B. A. í fél.blaði Víkings).