Valsblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 77
VALSBLAÐIÐ
75
Leikur Vals endaði 2:2. Víkingur tapaði 2:0, hafði að láni Frímann
og Björgvin Schram. Úi’val lék síðasta leikinn og unnu Bretarnir 8:2.
Hin heimsóknin var frá Fæi'eyjum á vegum KR og lék Valur við
það lið: Tvöroyrar Boldfélag og vann Valur 5:0, og voru í því liði nær
eingöngu menn úr fyrsta flokki. í hófi á eftir var sýnd kennslukvik-
mynd í knattspymu.
Þá má geta þess að á þessu ári kom út fyrsta tölublað af Valsblað-
inu og var Ólafur Sigurðsson ritstjóri þess.
Áhrif styrjaldarinnar.
Starfsárið 1939 til 40 ber með sér, að óvenjulegt ástand hefur skap-
ast, það er fyrsta stríðsárið, sem hefur í för með sér einangrun við
önnur lönd í íþróttum, en hin síðari ár höfðu þau samskipti sett svip
sinn á starfið.
Fyrsta vandamálið, sem og oftar, er vöntun á þjálfurum, og í því
efni varð stjórnin að snúa sér til gamalla Valsmanna, um að taka að
sér þjálfun.
Endirinn á þessari málaleitun varð sá að þeir Þorkell Ingvarsson og
Ólafur Sigurðsson tóku að sér að þjálfa 1. og meistaraflokk. Sigurður
Ólafsson æfði 2. flokk, Frímann Helgason 3. flokk og Grímar Jónsson
4. flokk.
Um það hvernig til tókst, segir í ársskýrslu:
„Starfsemi þessara manna hefur borið þann glæsilega árangur, að
félagið hefur aldrei unnið eins mikla sigra og í sumar, og aldrei unnið
eins mörg mót eða samtals 5 af 11.“
Einnig segir þar: „— 3. flokksmótin fóru þannig, að Valur vann bæði
mótin með þeim glæsileik að skora alls 39 mörk gegn 0. — Er það í
frásögur færandi að markvörður Vals í 3. flokki, Ingólfur Steinsson,
Hin aldna sveit 1939. ----- Frá v.: Loftur Erlendsson, Snorri Jónasson, Ámundi
Sigurðsson, Pétur Kristinsson, Axel ÞórSarson, Örn Matthíasson, KonráS Gísla-
son, Þorkell Ingvarsson, Steingrímur Jónatansson, Sæmundur SiguríSsson. Fremst-
ur: Einar Björnsson. ----- Sveitin tók þátt í hraíimóti og tapaíSi fyrir KR 2:0 og
skoratSi bæ?Si mörkin!!
3
runann
J4.L
cfaión:
Kristján Helgason
og minningasjóður hans
Þeir sem í dag eru að alast upp
í okkar kæra félagi, Val, munu
flestir hverjir ekki þekkja mikið
til Kristjáns Helgasonar. í fyrsta
lagi 'vegna þess, að um hann hafa
engar sögur gengið sem afreks-
manns í knattspyrnuliði, og í öðru
Kristján Helgason.
lagi vegna þess, að hann féll frá
fyrir 16 árum.
Við, sem lékum í kappliði Vals
á árunum 1930—45, áttum því
láni að fagna að kynnast Krist-
jáni. Staðurinn og stundin sem
sú kynning varð mest, er dálítið
óvenjuleg, en það var í hálfleik,
þegar meistaraflokkur keppti. Það
skal játað, að heimsóknir í bún-
ingsklefa í hálfleik er flestum
fremur illa við. Ef vel gengur, eru
fagnaðarlætin og hrósyrðin óstöðv-
andi, sem oft hafa fremur nei-
kvæð áhrif. Gangi illa, hafa gestir
allt á hornum sér, ámælisorð falla
og hæpnar áeggjanir hrjóta í eyru
þreyttra keppenda, sem þrátt fyr-
ir allt hafa gert sitt bezta.
Heimsókn Kristjáns byggðist
ekki á þessu, og þó hef ég ekki
þekkt einlægari og sannari Vals-
mann.
Hann var samt ekki afskipta-
laus eða hlutlaus, en hann hafði
sínar aðferðir. Hann kom með
nokkra hitabrúsa með sjóðheitu
kaffi, og gaf „drengjunum sín-