Valsblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 124
122
VALSBLAÐIÐ
Ægir Ferdinantsson
Formaður knattspyrnudeildar. Laginn
félagsmaður, heldur vel og þétt við á-
form sín, þægilegur í framkomu og
vinnur með ötulleik að framgangi deild-
arinnar. Keppandi í meistaraflokki.
Guðmundur Ingimundarson
Formaður skíðadeiidar Vals. Framúr-
skarandi ábyggilegur félagi, ötull í
starfi og á gott með að fá menn til
að starfa með sér.
ÞórSur Þorkelsson
Byrjaði snemma að iðka knattspyrnu
og handknattleik. Hallaðist meira að
handknattleik og varð Islandsmeistari
og forustumaður í þeirri íþrótt. Fylg-
inn sér, samvizkusamur og traustur fé-
lagsmaður. Er nú formaður handknatt-
leiksdeildarinnar.
ritar um ferðina og á vart nógu sterk orð til að lýsa hinum ógleym-
anlegu móttökum og þeirri gestrisni, sem flokkurinn á að mæta hvar-
vetna. Hann segir frá siglingu um Hamborgarhöfn, sem er hvorki
meira né minna en 20 km. á lengd. í Blankenes átti fyrsti leikurinn að
fara fram. „Er þangað kom“, segir Friðjón, „var þar fjölmenni mikið
samankomið á bryggjunni, til að taka á móti okkur. Var þar lúðrasveit í
fararbroddi í hvítum einkennisbúningum. Lék hún okkur til heiðurs.
Okkur þótti samt mest koma til að yfir landganginn hafði verið strengt
laufskreytt skilti, með orðunum: „Velkomin íslenzk æska“.
Sumarið 1955 komu svo í boði Vals úrvalslið 2. fl. pilta frá Hamborg,
til endurgjalds förinni árið áður. Þýzku piltarnir léku hér 4 leiki og
höfðu sigur í öllum. Um heimsókn þessa segir Frímann Helgason, sem
var fararstjóri Valspiltanna utan og í móttökunefnd þýzku piltanna
hingað, svo í grein í afmælisritinu 1956:
„Um það hafði verið samið í byrjun, að samskiptin við Hamborgara
yrðu gagnkvæm, þeir kæmu til Reykjavíkur 16. júní, og það stóð.
Farið var með hópinn í Félagsheimili Vals og bjuggu leikmenn þar
allan tímann, en borðuðu hjá Valsmönnum hér og þar um bæinn. Far-
arstjórn bjó á Garði.
Fyrstu tvo dagana héldu gestirnir kyrru fyrir, skoðuðu borg og
bæ, og 17. júní voru þeir gestir Reykjavíkurbæjar á íþróttavellinum og
tóku að öðru leyti þátt í hátíðahöldunum og nutu þess vel.
Fyrsti leikur þeirra var við Val 18. júní, og lauk honum svo að
Þjóðverjar unnu með 4:1.
Eftir leikinn var brugðið út af venju varðandi ferðir útlendinga.
Nú var haldið í tveggja daga ferð um Suðurland með viðkomu í Múla-
koti, skoðað Bleiksárgljúfur, sem hreif Þjóðverjana mjög. Farið var
að heitu lauginni við Seljavelli undir Eyjafjöllum. þótti Þjóðverjum
skrýtið að sjá sjóðheitt vatn koma út úr berginu rétt neðan við jökul-
röndina, og auðvitað urðu þeir að reyna vatn og laug. Það vakti líka
fádæma hrifningu að komast á skriðjökul þann, er Jökulsá kemur úr.
Þetta var nokkuð annað en hið láglenda, grösuga Norður-Þýzkaland.
Um nóttina var gist í Skógaskóla. Veður hafði verið gott, góð f jalla-
sýn, en sólarlaust. Næsta morgun var haldið til Víkur í Mýrdal. Þótti
þeim mikið til koma að sjá úfið brimið, himingnæfandi hamra og —
svartan sand. —
Síðan var lagt af stað til Reykjavíkur. Rignt hafði mikið, en stytti
upp, er á leið dag. Segja má, að ferð þessari, sem var hin skemmtileg-
asta, hafi lokið með veizlu í Hveragerði, sem Gísli Sigurbjörnsson og
Helga frú hans héldu gestum. En Gísli hafði manna mest unnið að
þessu mikla samstarfi.
Næsti leikur Þjóðverja var 21. júní við Fram. Var það góður leilc-
ur, sem Þjóðverjar unnu með 2:0. Þriðji leikurinn var svo við Val 24.
júní á grasvellinum að Hlíðarenda. Var það fyrsti leikurinn, sem leik-
jnn hefur verið á þeim velli. Þjóðverjar kunnu vel við sig á grasinu
og unnu 4:0.
Síðasti leikur þessa þýzka liðs var við úrval úr Fram og Val og unnu
þýzkir hann líka, 3:1.
Farið var með gestina í ýmsar ferðiP, s. s. Krýsuvík, Kjalarnes,
Hitaveitu að Reykjum, Þingvöll, Gullfoss og Geysir. Sögðu þeir síðar,
að öll þessi för væri eitt samfellt ævintýri, sem þeir mundu aldrei
gleyma.
þessir ungu Þjóðverjar léku mjög góða knattspyrnu. Þeir voru einn-