Valsblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 116

Valsblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 116
114 VALSBLAÐIÐ Jóhann Eyjólfsson Byrjaði ungur að iðka knattspyrnu. Varð snjall fimleikamaður og varð að velja þar á milli. Hallaðist að knatt- spyrnunni með góðum árangri. Lék lengi í meistaraflokki og varð meistari. Góðviljaður og léttur í lund. Formaður um skeið. Friðjón FriSjónsson Einn af yngri mönnunum, sem tekið hefir þátt í stjórnarstörfum. Bar fljótt á góðum hæfileikum hjá honum til slíks: samvizkusemi, skyldurækni og alvara einkenna störf hans. Á vafalaust eftir að bera hita og þunga af stjórnarstörf- um á komandi árum. Axel Þorbjörnsson Einn af þeim, sem fyrst og fremst lét sig miklu skipta stjórnarstörf. Vak- andi fyrir öllu, sem Val var til heilla. Var um tíma í stjórn Vals. Virkastur á árunum 1930—1940. Flokkurinn fór frá Reykjavík 15. júlí með ms. Gullfossi, og við á III. farrými, og fór vel um okkur þar. Þessa daga, sem ferðin tók til Kaupmannahafnar var öllum æfingum sleppt, hvílt sig og slappað af við söng og spil, og engin hafði tíma til að láta sér leiðast. Jafnvel Sigurður ólafsson, sá mikli sjógarpur, varð aldrei sjóveikur; bara hélt það um tíma. Þegar til Kaupmannahafnar kom, var tekið á móti okkur af KFUM’s Boldklub, og af mikilli gestrisni, enda hittust þar vinir aftur í annað sinn það sumar, því þeir voru í heimsókn hjá Val fyrr um vorið. Þarna lékum við okkar fyrsta leik og sigruðum eftir prýðilegan leik af okkar hálfu með 3:1. Jafnvel BT gat þess í kvöldútgáfu sinni, að þetta lið frá íslandi væri hæft í dönsku meistarakeppnina. Frá Höfn fórum við með Oslóarferjunni og þegar til Oslóar kom, tóku á móti okkur gamlir og góðir vinir úr „Vaaleringen“, einu af for- ystufélögum borgarinnar í knattspyrnu. Okkur var ekki í kot vísað hjá þessum frændum okkar, eða öðrum, sem við gistum þessa ferð, alls staðar fengum við einstaklega hlýjar móttökur og fyrirgreiðslur, sem seint gleymast. í Osló lékum við á móti Vaaleringen á Bisletleikvang- inum, í ausandi rigningu, en Valsliðið átti mjög góðan leik, þó gest- gjafarnir sigruðu með 3;2. Osólai’blöðin gátu þess leiks vinsamlega, töldu liðið vera gott knattspymulið á norskan mælikvarða, og að Vals- liðið mundi ekki tapa fleiri leikjum af þeim fimm, sem það ætti eftir að leika við norsku félögin. þetta reyndist líka rétt og satt. Eftir Oslóar- leikinn var þessi för ein sigurganga; fyrst við „Grane“ í Arendal 4:1; næst við „Dam“ í Kristianstad 4:0; þá við „Flekkefjord FK“ í Flekke- fjord 1:0; síðan við „Vard“ í Haugasund 7:3; og síðast við ,,Ulf“ í Sand- nes 4:2. í öllum þessum leikjum stóð liðið sig afbragðsvel, sýndi góða og þó nokkuð fjölbreytta knattspyrnu, sem áhorfendur mátu mikils. Sérstak- lega man ég eftir leiknum í Haugasundi, á móti „Vard“, blöð og áhorf- endur jöfnuðu Valsliðinu við hið velþekkta knattspyrnulið frá Tékkó- slóvakíu, „Kladno“, sem hafði keppt þar nokkru áður. Allir þátttak- endur voru einhuga í að gera þessa ferð eftirminnilega, bæði frá félags- legu og knattspyrnulegu sjónarmiði. Eiga þar allir jafnan hlut að máli og ekki sízt þeir tveir ágætu lánsmenn frá öðrum félögum, Sæmundur Gíslason, Fram og Gunnlaugur Lárusson, Víking. Eftir leikinn í Osló fórum við með strandferðaskipi til Arendal og síðan til Kristiansand. Siglingaleiðin út Oslóarfjörðinn og suður og vestur fyrir Lindesnes, syðsta odda Noregs, er sérkennileg og skemmti- leg leið, sérstaklega á svona skipi, sem kemur við á hverri höfn og ýmist losar sig við eða tekur fólk, sem er í dagsins önn, við störf sín eða útréttingar. Frá Kristiansand fórum við í langferðabíl til Flekkefjord og þaðan til Sandnes og síðan með ferju til Haugesund. Landleiðin sunnan löngufjalla er sumstaðar allhrikaleg, sérstaklega í Kvinesdal og Sirdal. Örnefni á þessari leið mintu okkur oft á uppruna forfeðra vorra, þarna blasti við okkur borgarnöfn og örnefni á hverju leyti, sem gátu alveg eins verið íslenzk sem norsk. Ég fullyrði svo að lokum að sjaldan hafi farið jafn samstilltur íþrótta- flokkur í ferðalag sem þessi, og óska ég þess að Valsmenn megi margar slíkar ferðir fara í framtíðinni, þeim, landi og þjóð til sóma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.