Valsblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 64

Valsblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 64
62 VALSBLAÐIÐ eldri gagnvart hinum yngri, sem eiga að bera hita og þunga félagslífsins í framtíðinni, og vaknar þá oft spurning í huga mér. Hvað gefa hinir eldri þeim yngri í nesti, til þess að bæta, þroska og fegra félagslífið í heild á komandi árum? Flestir hugsa og segja, að órannsök- uðu máli, við sjálfa sig: ég geri þeim hvorki illt né gott. En ef menn íhuga málið betur, finna flestir til sektar yfir því, hve þeir hafa vanrækt hina yngri og ekki komið rétt fram við þá, og þar með brugðizt sínu eigin félagi í því, að byggja upp góða, prúða, nýta og félags- lega þroskaða félagsmenn, sem eiga að vera arftakar þeirra eldri. Máli þessu til stuðnings, kasta ég fram nokkrum spurningum og athuga- semdum, sem ég bið þig, góði félagi, að velta dálítið fyrir þér. Þú skalt sjálfur reyna að finna þau svör, sem þér finnast rétt. Ég kem með mín. Gerir þú mikið til að kynnast yngstu félögunum? Hefir þú gert þér í hugar- lund, hve mikið þú getur sært hinar viðkvæmu tilfinningar þeirra, er þeir í allri sinni hrifningu á þér (vegna þess, að þú ert einn af beztu leikmönn- um Vals eða á annan hátt mikils virtur félagi) annað hvort ávarpar þig eða spyrja þig einhvers, sem þú svo kannske þykist ekki heyra, eðaþá kastar að þeim einhverju köpuryrði? Nennir þú ekki, eða finnst þér minnkun að því, að leika knetti með ungum nýliða? Kærir þú þig nokkuð um að hafa nokkurn ungan félaga ná- lægt þér á vellinum, þegar þú ert að æfa, nema þegar þú getur notað hann til að sækja knöttinn, þegar þú „brenn- ir“ freklega af, eða þá þú missir hann langt út fyrir leikvanginn? Getur þú fyllilega viðurkennt knatt- spyrnuhæfni ungs leikmanns, sem sett- ur er inn í lið fyrir þig? Finnur þú ekki til þykkju gagnvart honum yfir því, að hann er kominn lengra í iþrótt sinni en þú, og læturðu ekki bæði hann og aðra finna það? Lætur þú ekki oft mörg orð og hróp út úr þér, þegar yngri flokkar eru að leik, sem þig hefði sviðið undan, þegar þú stóðst í hita leiksins, á þeirra aldri, mættur fyrir hönd séra Friðriks Friðrikssonar, sem var uppi á Akra- nesi um þessar mundir. Magnús las síðan upp vígsluræðuna, sem var eftir Fr, Fr. þá fór fram kappleikur milli 8. fl. Hauka úr Hafnarfirði og 3. fl. Vals, sem lauk með fyrsta sigri Vals á nýja vellinum. Þess má geta að fánar voru blaktandi meðfram vellinum og eins við markstengur. Á að giska 3—400 manns voru þama saman komnir og hefðu eflaust orðið fleiri, ef veður hefði ekki verið leiðinlegt, þegar lagt var af stað úr bænum, en það var samt eins og veðurguðinn vildi gera sitt til að stuðla að því að þessi fyrsti dagur hátíðahaldanna yrði sem ánægjulegastur, því þegar komið var suður á völlinn, gerði glamp- andi sólskin, sem hélzt allt til kvölds“. — Þó hér væri um bráðabirgðavöll að ræða, var þetta stór áfangi á þróunarbraut félagsins og kærkomið að vígja hann á þessum merkis- tímamótum. Daginn eftir, sem var sjálfur afmælisdagurinn, var afmælisins minnst með samsæti í Oddfellowhúsinu og fluttu þar ræður, m. a. séra Bjami Jónsson, Guðmundur Ásbjörnsson forseti bæjarstjómar, sem mælti fyrir minni félagsins. Ben. G. Waage, forseti ISÍ, Erlendur Pét- ursson formaður KR og margir fleiri fluttu ávörp. Við það tækifæri voru þeir Jón Sigurðsson læknir og Ael Gunnarsson kaupmaður, gerð- ir að heiðursfélögum. Bárust félaginu gjafir og kveðjur víða að. Afmælisleikur: Valur—KR 2:2. Þriðjudaginn 12. maí átti svo aðalknattspyrnuleikur afmælishátíða- haldanna að fara fram, og þá við það félag sem á þeim árum var aðal- keppinautur Vals, sem sé KR. Til þess að gera þetta sem hátíðlegast, hóf Lúðrasveit Reykjavíkur að leika á Austurvelli kl. 8 um kvöldið. Var síðan haldið „suður á Völl“ með lúðrasveitina í broddi fylkingar og fylgdi henni fjöldi fólks. Áður en leikur hófst afhenti fyrirliði Vals, KR Valsfána á silfurstöng. Leikurinn var í alla staði skemmtilegur og vel leikinn og lauk honum með jafntefli, 2:2. I leikhléi léku 4. flokkur Vals og KR, og vakti það mikla hrifningu áhorfenda, að sjá þessa ungu keppendur og mun það í fyrsta sinn, sem slík „kynning“ ungra pilta hefur farið fram í sambandi við leiki, í elzta flokki. Áhorfendur voru um 2000 á leiknum. Um kvöldið var hóf á Hótel Borg og kappliðum félaganna boðið þangað. Ávarpaði formaður gesti og félaga og mæltist til að félögiri tækju upp betri samvinnu á komandi árum, en verið hefði undanfarið. Erlendur Pétursson formaður KR tók undir þau ummæli. Um nokkur undanfarin ár, hafði verið heldur grunnt á því góða, á milli KR og Vals, og ef til vill hefur ástæðan verið sú, að Valur hafði á þeim tíma blandað sér allmikið inn í það forustuhlutverk, sem KR hafði haft í knattspyrnunni, og þeir ekki fyllilega áttað sig á því. Þess- vegna var það, að eftir samsæti þetta var sagt manna á milli í bænum, að keppnisdagurinn 12. maí hefði verið ,,trúlofunardagur“ Vals og KR! Hinn 13. maí kepptu svo Valur og Víkingur í 2. flokki, og 14. s. m. keppti svo B-lið Vals við Fram og vann Valur báða leikina. þannig höfðu hátíðahöld þessi staðið í 5 daga. I ársskýrslu félagsins þetta ár segir m. a.: „— Þessi afmælisfagnaður Vals heppnaðist með fádæmum vel, í alla staði og verður áreiðanlega minnst sem þeirra glæsilegustu hátíðahalda, sem eitt félag hefur haldið hér á landi til þessa.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.