Valsblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 65

Valsblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 65
VALSBLAÐIÐ 63 í sambandi við afmæli þetta, má geta þess, að ætlunin var að fá yfirlit yfir leiki félagsins frá byrjun, en það var ekki aðgengilegt, þar sem leitað var. Ákvað stjórn félagsins þá að láta gera svokallaðar fyrirliðabækur, þar sem allir leikir eru skráðir og á fyrirliði hvers flokks, að annast það, og síðan, eða í 25 ár, á félagið leiki sína skráða í bókum þessum. Skýrslur þessar urðu upphafið að skýrsluformum þeim, sem síðan hafa verið notuð á knattspyrnuleikjum og handknattleiksleikjum. Eftir 5 ára starf lét Reidar Sörensen af störfum, sem þjálfari Vals og var að því mikill skaði. Þá réðist stjórnin í það, að ráða skozkan þjálfara, Bert Jack að nafni, sem var um skeið hjá félaginu. Hann ílentist hér og er nú starfandi prestur í Húnavatnssýslu. Á þessu ári urðu nokkrar umræður milli stjórnar Vals og fram- kvæmdastjóra KFUM um samstarfið, þar sem Valur hafði fjarlægst KFUM upp á síðkastið. Stjórn Vals vildi ekki, að um slit á sambandinu milli félagsins og KFUM yrði að ræða og lagði til að stjórn KFUM hlutaðist til um að ungur maður starfaði með Val í leik og starfi, yrði nokkurskonar fulltrúi KFUM og annaðist hlutverk þess innan Vals eftir því sem eðlilegt væri. Frekari formlega afgreiðslu hefur mál þetta aldrei fengið. Áætlanir. Eftir aðalfundinn um haustið 1936 hafði stjórnin mörg járn í eldin- um. í fyrsta lagi, inniæfingar og fundi þar sem þjálfarinn Bert .Tack átti að halda fyrirlestra um knattspymu og skemmtifundi einu sinni í mánuði. Æfingatafla var send út ásamt hvatningabréfi. Samið var um kjör þjálfarans og átti hann að fá 12 krónur á viku, frítt fæði, húsnæði og þjónustu. Gerð var framtíðaráætlun um ýms málefni, sem stjómin taldi að vinna þyrfti að á næstu árum. Var hún í 8 liðum og var á þessa leið: 1. Vinna að því að eiga góðan knattspyrnuvöll fyrir alla flokka, hús og bað. 2. Vinna að því að eiga tvö lið í öllum flokkum. 3. Vinna að því að hafa fasta þjálfara í öllum flokkum. 4. Vinna að því að kappliðsmenn og fulltrúar séu reglumenn. 5. Vinna að því að safna gögnum að sögu félagsins. 6. Vinna að fjárhagslegu sjálfstæði félagsins. 7. Vinna að því að farnar séu innanlandsferðir með alla flokka. 8. Vinna að því að farnar séu utanfarir, minnst fjórða hvert ár. Þá var rætt um það að fá hingað til lands einn eða tvo skozka knatt- spyrnumenn, sem æfðu með félaginu á komandi sumri. Var Bert Jack hvetjandi þessa og kvað föður sinn fúsan til að leggja fram 10 sterlings- pund til þessa máls. Fyrir milligöngu Jacks kom svo Murdo Mac Dougall hingað til lands 24. apríl og æfði hann fyrst með félaginu, en síðar eða í ágúst sama ár tók hann að sér þjálfunina því Bert Jack fór þá norður í land. Murdo var leikinn og góður knattspyrnumaður og lærðu menn af honum og þó sérstaklega þeir yngri. Dvaldist hann næstu 2 árin hjá félaginu. — Lengi höfðu félagsstjórnirnar á undanförnum árum óskað þess, að hafa eigið hús til umráða til fundahalda. 1 byrjun þessa starfsárs fékk félagið herbergi í Mjólkurfélagshúsinu til fundahalda og til þess og fannst þá að þú leggja allt þitt fram, félaginu til heilla? Kemur það fyrir, að þú hnakkrífist, með miður heppilegu orðavali, við fé- laga eða mótherja, út af einhverju, kannske mjög lítilf jörlegu, þegar ungir félagar þínir eru viðstaddir? Hefur þú nokkurntíma ljótan munnsöfnuð við nokkra af félögum þínum? Svona mætti lengi halda áfram, og getur hver og einn gert það upp við sjálfan sig, — ef hann á annað borð er svo drenglundaður, að geta viður- kennt misbresti sína. Þá eru athugasemdirnar eftir á of- angreindum liðum. Ef við lítum á, hvað hver og einn leggur mikið á sig til að þekkja og kynnast þeim yngri, þá er ástandið svo, að oft þekkja ekki 1. flokks leikmenn alla 2. flokks leikmenn, þegar þeir heyja leiki sína. En þó er nokkur á- hugi hinna eldri að vita nöfn þeirra, til þess að geta kallað miður heppileg orð til einhvers, og síðan að hella sér yfir þá í leikhléi og eftir leikslok, — sérstaklega ef þeir hafa orðið undir i viðureigninni, — fyrir hvað hann sé illa af guði gerður, að geta ekki sigrað hvern þann keppinaut, sem hann etur kapp við, og hvað hann hafi verið skap- laus, þegar þessi eða hinn hafi sett bragð fyrir hann, og hví hann hafi ekki „hjólað í hann“ og sýnt, að hann væri góður Valsmaður. Eða þá að hann sé svo rígmontinn, að hann geti ekki hreyft sig vegna þess, að hann hafi allt- af þurft að vera að laga hárið á sér, o. s. frv. Svona er það oft með 2. flokk, og heldur verra með 3. flokk. Hvernig er þá með hina mörgu tugi þar fyrir utan, sem hinir og þessir hafa mokað inn í félagið, eins og í ákvæðisvinnu væri? Þegar svona er ástatt, er þá nokkur furða, þó að myndist smáklíkur innan félagslífsins, sem svo oft í framtíðinni er vont eða ómögulegt að brúa á milli, og sem alltaf eru að rekast á; önnur ýmist undir, hin ofan á. Hve marga góða krafta höfum við ekki misst, eða verið farið illa með vegna þessarar ó- einingar, sem flestar eiga rót sína að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.