Valsblaðið - 11.05.1961, Blaðsíða 134
132
VALSBLAÐIÐ
53.
Hljómfall eitt frá röSum réttum,
rösklega’ er fætur Ijósta stræti,
heyrist greitt á steindum stéttum,
sem stormhviSa lætur 'œsku kæti;
frá húsum glymja endurómar,
opnast ljórar á hliSum stórir;
hörn atS streyma, stór vex glaumur,
Stara lýSir á götum ví8a.
54.
Upp úr bænum ysi vanir
út á þjóSarvegu gó8a
komast drengir, kátir ganga,
keppa leiíS á vegum breiíium.
Hefst þá söngur, svo aí langar
sýnast ekki lægíSir og brekkur;
undrast fuglar, allar reglur
eru’ í firríS þá sveitakyrrSar.
55.
Fleira’ ei mun af fertSum greina,
fyr en náSS er marki þráSu,
Hamrafelli’, er af víSum völlum
víSa sést, er þar útsjón bezta;
hátt þaS yfir hauSur gnæfir
hrikalegt, þangaS sveinar ganga,
Dranga’ um efri drengir klifra
drýpur sviti á kalda þvita.
56.
Eftir göngu’ um klettaklungur
kemur bunga, ^þar sem ungir
sveinar móSir meiga’ í náSum
mosabreiSur nota heiSar;
teygja’ úr limum, tala saman,
titrar oft af hlátri loftiS,
fá úr hreina fjallablænum
fúsir teigaS himinveigar.
57.
Ómar látS af kátum kliSi:
kvaka lóur, vella spóar,
glaSir spörvar flögra aS þörfum.
rjúpur klaka, gneggja gaukar,
Blóma-angan allt er þrungiS,
ilmur grasa fyllir nasir,
litkuSum krónum blóm í blænum
blíSIega veifa’ aS gestum reifum.
58.
Fyrir sjónum sjá má skína
sumarskraut um víSar brautir:
faSmar Iand meS feikna tindum
f jallahringur allt í kringum;
Var þetta frammistaða sem okkur æstum Valsáhangendum fannst
þegar alveg ágæt. En þessi sigurganga átti eftir að halda áfram. Vals-
menn sýndu enga minnimáttarkennd og þéttu sem bezt vöm sína og
með Geir sem hinn hættulega skotmann, sem smaug gegnum vörn
Tékka eins og áll hvað eftir annað og skoraði. Er ekki að orðlengja
að endanleg úrslit leiksins urðu 10:7 Val í vil, og mun flestum hafa
þótt það óvænt úrslit, en eins og leikurinn gekk fyrir sig var það engin
tilviljun. Valsmennirnir sköpuðu sér fleiri tækifæri og notuðu þau.
Valur varð þannig til þess að „slá út“ bæði A og B-lið Gottwaldo
og mundi ýmsum hafa þótt það allgóð fjöður í hattinn!
Þá sigraði 3. fl. A og B-lið mjög glæsilega í Reykjavíkurmótinu.
Við kjör aðalstjórnar fyrir tímabilið 1960/61 baðst Baldur Stein-
grímsson, sem átt hefur sæti í stjórn Vals samfleytt frá árinu 1940,
sem gjaldkeri félagsins, eindregið undan endurkosningu. Fonnaðurinn
ávarpaði Baldur og þakkaði honum heillaríkt starf fyrir félagið um
tveggja áratuga skeið og færði honum fagran silfurbikar með áletrun
og merki félagsins, sem lítinn viðurkenningarvott frá félaginu, um leið
og hann þakkaði honum ágætt samstarf í stjórninni undanfarin ár.
Að loknu ávarpi formanns hylltu fundarmenn Baldur, en hann þakkaði
með nokkrum orðum, þá vinsemd og virðingu, sem sér hefði verið sýnd.
I stjórn fyrir næsta kjörtímabil, þ. e. 50. starfsár félagsins, voru
þessir kosnir: Sveinn Zoega formaður, í einu hljóði, Gunnar Vagnsson,
Páll Guðnason, Valgeir Ársælsson og Einar Björnsson.
Að stjórnarkosningu lokinni flutti formaður stutt ávarp, þar sem
hann þakkaði traustið við sig með hinu einróma endurkjöri, jafnframt
endurtók hann þakklæti sitt til Baldurs Steingrímssonar fyrir sam-
starfið, bauð hina nýkjörnu stjórnarmiðlimi velkomna til starfs og hét
á alla Valsmenn að duga sem bezt í leik og störfum fyrir félagið á 50.
ári þess, svo að þeirra merku tímamóta yrði minnst með sem mestum
glæsibrag.
„Nú eru þetta allt eiginlega drengirnir okkar“.
Það er varla hægt að ljúka svo sögu Vals, að ekki sé getið þeirra
hjóna, Helgu Sigurbjörnsdóttur og Valdimars Kristjánssonar, sem um
langan tíma hafa að vissu marki, verið hálfgerðir uppeldisforeldrar
Valsdrengja, þvegið íþróttafötin þeirra, ræstað og haldið heimilinu
þeirra vistlegu og hreinu og agað þá svolítið eins og góðir foreldrar gera.
Þau komu að Hlíðarenda á afmælisdag Vals 11. maí 1940, og ætluðu
að vera þar aðeins eitt sumar, draga sig út úr bæjarlífinu og njóta
meira næðis þarna afsíðis, með drengina sína 2ja, 3ja og 5 ára. Síðan
eru liðin 21 ár.
Þegar farið var að breyta húsum á Hlíðarenda, tók Valdimar þátt
í því, og þegar heimilið var tilbúið réðist það svo, að þau hjónin tóku
að sér að annast um ræstingu á því. það kom líka í þeirra hlut, að
annast um þvott á íþróttabúningum félagsins og þannig hefur það
haldizt síðan. Þau hafa verið samhent í því, að hugsa vel um húsið
og sjálfsagt hefur Valdimar stundum orðið að vera svolítið harður í
hom að taka, hvað snerti umgengni og er það ekki nema eðlilegt, og er
vissulega einn þátturinn í félagsuppeldinu. Heimilið ber það líka með
sér, að vel hefur verið um allt gengið.
Sama er að segja um umgengni í íþróttahúsinu. Þar voru settar
strangar reglur, sem ekki var spáð góðu fyrir, en með festu og stöðugu
aðhaldi hafa ungu mennirnir skilið, að þannig átti „þeirra hús“ að
vera, fínt og vel um gengið. Þetta skilja allir nú.