Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Síða 28
Dandeiion
Bitters.
Afbragðs raeðal þetta er nú til sölu hjá öllura lyfsölum í^land-
inu. Við uppþembing, hægðaleysi, óreglu á maganum,
og öllum öðrum veikindum sem koma frá lifrinni, innýfl-
unum og maganum, álítum vér það besta meðal, sem til er.
Vér höfum prófað það lengi, og sent það út um landið 2 árum
áður en vér fórum að auglýsa það, til þess enn þá betur að
sannfærast um að okkar hugmynd væri rétt, og ’vér erum á-
nægðir með úrslitin. Nokkrir lj’fsalar, sem hafa'verið spurðir
um áhrif þess, segja undantekningarlaust, að fólk sé ánægðara
með það meðal, en nokkurt annað sem það hafi áður þekt.
það hreinsar blóðið svo vel að öll líffæri líkamans hafa
tækifæri til að vinna starf sitt óhindruð. Svima, seinlæti, ó-
þægindi eftir máltíðir, höfuðveiki og brjóstsviða er'auðvelt að
lækna með Dandelion Bitters. Ef þú hefir vanda fyrir eitt-
hvað af þessum sjúkdómum, þá reyndu eina flösku. það gerir
þér áreiðanlega gott og þú sérð aldrei eftir því.
Dandelion Bitters er til sölu allstaðar fyrir $1.00 flaskan.
Ef andlitslitur þinn er ekki sem fallegastur, þá reyndu
Dandelion Bitters. þessir brúnu lifrarlitu blettir í kinnunum
eru ekki fallegir. þeir eyðileggja útlit þeirra andlita sem ann-
ars væru elskuverð. Dandelion Bitters getur eyðilagt þá. Svo
koma blettir og freknur stundum á andlitið og lítur það illa út.
þeir eru ekki neitt hættulegir, það er satt, en þeir eru þreyt-
andi fyrir tilfinningar þess, sem hefir þá. Dandelion Bitters
læknar það einnig. I stuttu máli : alt það sem stafar af slæmu
blóði læknast með því að brúka
DandeSion Bitters.
The Martin, Bole k Wynne Co.
WINNIPEG, MANITOBA.