Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Page 39
19
honum um þessar mundir blæddi það meir í augum en
nokkurum öörum manni í Nýja Islandi, hve afar-illa
bláfátækir landar hans stóöu þar að vígi í baráttunni
fyrir lífi sínu. Smám saman mun sú fyrirætlan hafa
þroskast hjá honum, að leita að heppilegra nýlendu-
svæði handa löndum sínum, þangað sem bæði þeir
* gætu horfið, er óánægðir væru í Nýja íslandi, og hinir,
sem koma kynnu frá fósturjörðinni á næstu árum.
3. fyrstu umbrotin.
Vorið 1878, 27. apríl, kom gufubáturinn Lady
Ellen til Gimli, kl. 9 árdegis, með svo-kallað skaða-
bótahveiti, en lagði af stað aftur áleiðis til Winnipeg
klukkan hálf-tólf samdægurs. Tók síra Páll þorláksson
sér far með bátnum og tuttugu ísl. unglingar, er ætl-
uðu að leita sér að vistum í Winnipeg og nágrenninu.
þrem dögum síöar, 30. apríl, fóru þeir Friðjón Frið-
riksson, kaupmaður, og Samson Bjarnason á seglbát
‘í kaupskaparerindum til Winnipeg. En með þeim
tóku sér far Jóhann Pétur Hallsson, Ásgrímssonar,
ættaður frá Geldingaholti f Skagafirði, en síðast frá
Egg í Hegranesi, með syni sínum Gunnari og Magnúsi
Stefánssyni frá Kjarna í Eyjafirði. Höfðu þeir í
hyggju að skoða sig ofurlítið um í heiminum fyrir utan
Nýja ísland. Ætluðu þeir sér að ná síra Páli í Winni-
peg og hafa hann fyrir leiötoga á ferðum sínum. Jiótti
þetta miklum tíðindum skifta í Nýja íslandi og eigin-
lega liggja landráðum býsna-nærri; var mikið um ferð
þessa rætt manna á meðal.
4. SUÐUR FYRIR LANDAMÆRIN.
Magnús Stefánsson hitti ritstjóra einn í Winni-
peg, Hunter aö nafni. Var hann ritstjóri blaðsins
Standard, gamall maður og fróður og hinn mesti al-
þýðuvinur. Hafði hann komist við af hörmungunum,
er dunið höfðu yfir hina ísl. innflytjendur við Winni-
peg-vatn. Benti hann Magnúsi á, að í Dakota-hérað-
inu, rétt fyrir sunnan laíndamæri Kanada og Banda-