Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Qupperneq 40

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Qupperneq 40
ríkja, væri ágætt land til akuryrkju. Réö hann hon- um og þeim félögum fastlega til þess að skoöa sig þar um. Átti Magnús tal um þetta við síra Pál, en hann tók þessu all-fjarri og áleit að ritstjórinn væri að fara með blekkingar einar af eigingjörnum hvötum. Sagði hann það verið hafa ætlun sína og þeirra allra að halda suður til Minnesota og skoða sig um í grend við land- nám Islendinga í Lyon og Lincoln-countics. Sæi hann enga ástæðu til að bregða frá þeirri fyrirætlan. En Magnús Stefánsson og aðrir höfðu orðið hug- fangnir af orðum gamla Hunter's og fortölum. Fór hann því við annan mann suður til Pembina; sá hét Sigurður Jósúa Björnsson, frá Bæ í Dalasýslu. En síra Páll dvaldi um hríð í Winnipeg, til að hlynna þar að safnaðarmálum meðal Islendinga. Um miðjan maí mun hann hafa lagt af stað suður. Voru þá í för með honum Jóhann Hallson, Gunnar sonur Jóhanns og Árni þorláksson Björnsson frá Fornhaga í Hörgárdah Námu þeir staðar í Pembina til að vita, hvað þeim fé- lögum liði, er suður höfðu farið á undan þeim. Komu þeir þá í sömu andránni vestan úr landi, höfðu skoðað sig þar um í skyndi og voru nú komnir til að láta skrifa sig fyrir jörðum á skrifstofunni þar í Pembina. Nokkuð mun síra Páli hafa þótt þetta fljótráðið. En svo létu þeir mikið af landkostum þar vestur, að hann og samferðamenn hans álitu réttast að skoða sig um þar vestur frá. Veðurblíða var nú komin hin mesta. Lögðu þeir á stað vestur um slétturnar og voru allir fótgangandi. Sáu þeir þá ekki hús nema hér og þar á stangli. Héldu þeir upp til Cavalicr um kveldið. það er 25 mílur vestur frá Pembina. þar var þá kominn póstafgreiðslustaður og sölubúð. þáðu þeir þar gist- ing og góða aðhlynning um nóttina hjá þýzkum bónda efnuðum, ættuðum úr Pennsylvania-ríki, John Bcchtel að nafni (ekki Bertel). Gaf hann þeim margar og góðar upplýsingar um landið. Enda studdi hann Is- lendinga með ráð og dáð ávalt síðar, þegar þeir leit- uðu hans, sem ekki var sjaldan fyrstu árin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar
https://timarit.is/publication/400

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.