Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Blaðsíða 48
28
MeSal þeirra, er fluttu suSur á þessu vori, voru
þessir: Jón Jónasson, læknir, frá Saurbæ í Skagafirði,
Samson Bjarnason frá Hlíð á Vatnsnesi, Pálmi Hjálm-
arsson frá þverárdal í Húnavatnssýslu, Jón Einarsson
frá Aðalbóli á Jökuldal í Norðurmúlasýslu, Benedikt
Ólafsson frá Eiðstöðum í Blöndudal í Húnavatnssýslu,
Jónatan Halldórsson frá Húki í Miðfirði í sömu sýslu,
Jósef Schram frá Egg í Hegranesi, Hallgrímur Hall-
grímsson Hólm frá Löngumýri í Hólmi, Bjarni Jónas-
son úr Hegranesi, Jason þórðarson frá Sigríðarstöðum
í Vesturhópi, Ólafur Guðmundsson frá Arnarbæli,
Jakob Jónsson frá Reykjavík, Jóhann Breiðfjörð úr
Dalasýslu, Einar Scheving^ frá Stórasandfelli í Skrið-
dal í Suðurmúlasýslu og Arni Scheving, bróðir hans,
Guðmundur þórðarson frá Núpi í Vopnafirði, Páll Jó-
hannsson frá Víkingavatni í þingeyjarsýslu og Bjarni
Guðmundsson Dalsteð frá Sauðafelli í Miðdölum í
Dalasýslu.
IO. VÍKUR-BYGÐ HEFST.
Snemma um vorið 1879 hafði síra Páll þorláks-
son farið suður til Shawano County í Wisconsin og
vitjað íslenzka safnaðarins þar. Mun það þá hafa
ráðist með honum og þeim, er þar höfðu numið land,
að þeir tækju sig sem fyrst upp og flyttu norður í hið
nýmyndaða ísl. landnám í Pembina County. Faðir
hans, þorlákur Jónsson frá Stóru-Tjörnum 1' Ljósa-
vatnsskarði og bræður hans, Haraldur, Jón og Björn,
seldu eignir sfnar og lögðu á stað norður snemma sumars.
Voru í förinni með þeim tveir menn, ungir og ötulir,
Sigurjón Sveinsson frá Garði í Aðalreykjadal, er síðar
varð tengdasonur þorláks, og Benedikt Jóhannesson
frá Eiríksstöðum á Jökuldal. Einnig var Kristinn
Kristinnsson frá Ljótsstöðum í Vopnafirði með í för-
inni. Höfðu þeir verið um nokkur ár suður í Michi-
gan- og Wisconsin-ríkjum, ýmist á bátum, er ganga á
stórvötnunum j?ar suður frá, eða við bændavinnu á
sumrum og skógarhögg á vetrum. Óku þeir á vögnum
k.