Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Síða 49
29
alla leiö nor'Sur, lögSu af staS meS fjóra hesta og keyptu
eina samokshesta á leiSinni. En þegar þeir komu til
Minnesota, seldu þeir alla hesta sína fyrir kýr og uxa.
Komu þeir þangaS, sem nú heitir Mountain, snemma
í júlí. Nokkuru fyrr var síra Páll kominn meö móSur
sfna. HöfSu þau ferSast norSur meS járnbrautum.
Um þetta leyti höföu engir nurniS land kring um Moun-
tain. Var búiS í tjöldum fram undir veturnætur.
Síra Páll bjó hjá Gísla Egilssyni um sumariS í grend-
inni viS Jóhann Hallson. Var nú fariS aS kalla þann
hluta bygSarinnar Hallson-bygS. Aftur var landnám
þeirra þorlákssona nefnt Víkur-bygS, vegna þess, aö
ganga tveir skogartangar fram, *annar aö sunnan,
hinn aö noröan, en skóglaus fiötur all-stór á milli, er
þá var oft flotinn yfir af vatni. Myndaöi hann eins-
konar vík, sem gengur inn úr sléttunni, er liggur þar
austur af eins langt og augaö eygir, endalaus og ómæl-
anleg eins og hafið, upp að hæSinni fyrir vestan, sem
öll er skógi vaxin og myndar fyrsta hjallann af svo-
nefndum Panbina-fjöllum. þar er útsýni hiS fegursta,
en skjól hiS bezta á vetrum, því öll hæSin var um
þetta leyti vaxin þykkuin og voldugum eikarskógi.
þarna uppi á hæSinni, fyrir miöjum botni þessarar svo-
nefndu víkur, nam síra Páll þorláksson land, en Har-
aldur bróöir hans nokkuru sunnar, svo landnám hans
náöi fram í syöri skógartangann. Jón þorláksson kaus
sér land austur af víkinni.
þetta sumar munu þessir bændur hafanumiö land
í grend viö Víkina: Sveinn Sveinsson frá Sviöningi í
Kolbeinsdal í Skagafiröi. Hann bygöi fyrstu kofana,
er reistir voru á því svæöi, einn þar sem Haraldurþor-
láksson nam land, annan á landareign Guömundar
Jóhannessonar, þriöja þar sem Guðmundur Guömunds-
son, sonur Guðmundar Jóhannessonar, nú býr; þar
ætlaði Sveinn sjálfum sér jarönæöi; en auk hans námu
þessir lönd: Indriði SigurSsson frá Syöra-Laugalandi í
Eyjafirði, GuSmundur Jóhannesson frá Víöirnesi í
Hjaltadal í Skagafirði, Sveinbjörn Jóhannesson frá