Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Page 64
17- BÚSKAPURINN SUMARIÐ l88o.
Flestir munu hafa reynt til aS koma sér upp ein-
hverjum akurblettum ]?etta sumar, þótt fremur væri í
smáum stíl. þeir bræöur þorlákssynir í Vík hættu
viö akurinn austur í Víkinni á landi Jóns, þar sem
hann þótti illa gefast, og plægöu nú einar 20 ekrur á
jörö Björns þorlákssonar suövestur af Víkinni. Var
þar þó land miklu lélegra. þótti það fjarska mikill
akur á þeim dögum. Eiríkur Bergmann lét plægja 20
ekrur á jörö sinni. Sigurjón Sveinsson, er um vet-
urinn haföi unnið á Kyrrahafsbrautinni norður í Kan-
ada, var nú heima, en Benedikt, félagi hans, úti í
vinnu. Haföi nú Sigurjón tvenna samoksuxa og plægöi
með þeim ölluin. Fekk hann elzta son Kristinns
Ólafssonar til að hjálpa sér. Plægöu þeir um 60 ekr-
ur um sumariö og þótti vel gjört. Sumir nýlendu-
manna hugsuöu alls ekkert um akuryrkju, en lögðu
alla stund á heyskapinn og höföu litla trú á ööru;
hélst þaö nokkuö fram eftir hjá sumum. þóttust þeir
þá beztir, sem góð höfðu heyskaparlönd. þetta sum-
ar var ákaft rigningasumar svo tími varö naumur til
heyskapar. Áður höföu menn heyjað meö orfi og ljá
eins og títt var á íslandi. En nú fengu bæöi Tungár-
menn og Víkur-menn sér sláttuvél og var mikiö meö
þeim slegiö. Var þá Daníel Laxdal, sem nú er mála-
færslumaður í Cavalier, drengur um ferming meö síra
Páli. Komst hann manna fyrst upp á að stýra sláttu-
vélinni og höföu menn þá mikla lotningu fyrir þeirri
kunnáttu og lipurð, er til þess þyrfti. ,,Ja, þvíiíkur
drengur!“ sögöu menn,þegar á þaö var minst, eins og
í hálfgjörðri örvænting uin, að nokkur mundi verða
honum jafn-snjall. Var slegiö með vélum þessuin
fyrir fjölda nágranna um sumariö, svo flestir öfluöu
sér .mikilla heyja. — Síra Páll átti tvo litla hesta af
indíánsku og frakknesku kyni. Hétu þeir Ulvar og
Kapp. Samoksuxa átti hann líka; hétu uxarnir Bock
og Bright. Voru þeir nokkurn veginn alt af á.ferö-
jnni til Pembina og St. Vincent bæöi til að sækja fólk