Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1902, Page 85
4
65
hörmuöu hinn ötula og mikilhæfa leiötoga sinn og sálu-
sorgara.
Fráfall síra Páls svo snemma á æfinni, er eitt hið
raunalegasta atvik í landnámssögu Islendinga í Ame-
ríku. Hann var að eins á 33. ári, er hann lézt,
(f. 13. nóv. 1849). Hann var að mörgu leyti einn
hinn merkasti íslendingur, sem uppi hefir verið á síð-
ustu tímum. Hann var gáfumaður mikill og ágætur
námsmaður, fastur í lund, með brennandi áhuga og
einbeittan vilja, heitur trúmaður, er engar torfærur
óttaðist, af því hann treysti drotni. þegar hann sá
eitthvað, er gjöra þurfti, hugsaði hann aldrei um örð-
ugleikana, heldur varpaði sér út í það og barðist um,
þangað til það var framkvæmt, hvað sem það kostaði.
Enginn íslendingur hefir átt í eigu sinni þá trú, er flyt-
ur fjöll, ef hann átti hana ekki. Auk þess var hann
flestum hinum beztu mannkostum gæddur, einlægur
og blátt áfram, hreinn og beinn í öllum viðskiftum,
opinskár og hreinskilinn, svo viðkvæmur, að hann
]?oldi ekki að horfa á neinn eiga bágt, án ]?ess að
hjálpa, svo óeigingjarn, að hann gaf aumingjanum, er
uppi stóð ráðþrota, sinn síðasta eyrir, ef því var að
skifta. En hann var ekki talhlýðinn maður. það var
mjög torvelt að eiga lengi tal við hann, án þess að fara
að þrátta. Svo hélt hann sinni skoðun fast fram í öllu.
það var eins og hann hefði blýfasta sannfæringu um
alt og frá henni var ekki unt að víkja honum. Trúar-
skoðanir hans þóttu nokkuð þröngar og voru það óneit-
anlega. En kringum þennan brennheita trúarinnar
mann logaði þá vantrúin í alls konar myndum meðal
landa hans, og hann setti sér því fyrir að prédika hinn
þrönga veg, er til lífsins leiðir, og vara menn alvarlega
við hinum breiða. Hann var sí-talandi, þegar hann
hafði einhvern nálægt sér. Hann var stiltur og sann-
færandi prédikari, en síður það sem kallað er andríkur.
Hann bjó sig ætíð vel og samvizkusamlega undir guðs-
þjónustur sínar, skrifaði flestar ræður, er hann flutti,
Ólafur S. Thortreirsson: Almanak. 5.